Þegar geimfarinn Neil Armstrong prílaði niður stigann niður á yfirborð tunglsins, kveikti hann sjálfur á lítilli tökuvél sem fest var á hlið lendingarfarsins Arnarins.
Það var frá þessari vél sem heimsbyggðin fékk að sjá hinar frægu myndir af Armstrong stíga fæti á tunglið sumarið 1969.
Neil Armstrong stóð svo tilbúinn með þessa sömu myndavél þegar félagi hans, Edwin „Buzz“ Aldrin kom niður stigann örskömmu síðar. Hann náði ágætum myndum af Aldrin á leið út úr lendingarfarinu.
Geimfararnir hófu skömmu síðar að safna sýnum og taka myndir, svo þeir næðu alla vega einhverju með sér heim, ef þeir þyrftu að yfirgefa tunglið í flýti af einhverjum ástæðum.
En allt gekk samkvæmt áætlun og í sameiningu rannsökuðu geimfararnir tveir tunglið í þrjá tíma áður en þeir sneru aftur til Arnarins.
Alls voru Aldrin og Armstrong í tæpan sólarhring á tunglinu áður en þeir sneru aftur til félaga síns, Michaels Collins sem á meðan hringsólaði kringum tunglið í margra kílómetra hæð.
Alls tóku þeir 22 kg af tunglgrjóti með sér til jarðar.