Árið 1920 skrifaði tékkneski rithöfundurinn Karel Capek leikritið „R.U.R.“. Heitið var skammstöfun fyrir „Rossum‘s Universal Robots“. Það var bróðir hans, Josef sem stakk upp á „robot“ fyrir „robota“ sem þýðir „vinna“ á tékknesku, rússnesku og fleiri slavneskum málum. Leikritið fjallar um verksmiðju sem framleiðir gervimenn, sem svo á endanum ógna tilvist mannkyns.