Þegar í fyrri heimsstyrjöldinni ráðgerði bandaríski flugherinn að nota fallhlífar til að flytja hermenn á bak við víglínu óvinanna.
Ekkert varð úr þeim áætlunum, þar sem styrjöldinni lauk skömmu síðar.
Þess í stað voru Þjóðverjar fyrstir til að beita fallhlífahermönnum á stríðstímum.
Það var Hermann Göring, marskálkur og yfirmaður flughersins sem fékk hugmyndina eftir að hafa séð fallhlífahermenn á hersýningu í Sovétríkjunum upp úr 1930. Hann sá mikla möguleika í þessari nýjung og kom á fót herdeild innan Luftwaffe.
Fyrsta sveit Fallschirmjäger var stofnuð árið 1935 og fljótlega var kominn fram flokkur vel þjálfaðra hermanna.
Fyrsta hernaðaraðgerðin með fallhlífahermönnum átt sér stað þann 9. apríl 1940.
Þegar Þjóðverjar réðust inn í Danmörku var fallhlífahermönnum varpað niður yfir Álaborg og áttu þeir að hertaka flugvöllinn og nærliggjandi brýr.
Síðar beittu Þjóðverjar fallhlífahermönnum í miklum mæli þegar þeir réðust inn í Holland, Frakkland og Noreg.
Meðal bandamanna voru Sovétríkin fyrst til að beita fallhlífahermönnum í seinni heimsstyrjöldinni í febrúar 1942 nærri rússneska bænum Vjazma sem Þjóðverjar höfðu hertekið.