Jól

Hverjir settu rafljós á jólatréð?

Jólaljós hafa skreytt jólatréð í næstum 400 ár - en hver fékk hugmyndina að nota rafperur?

BIRT: 13/12/2021

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Sú hefð að koma fyrir kertum á jólatréð á rætur að rekja til Þýskalands á 18. öld og um það bil tveimur öldum síðar var hefðin endurbætt með nútímatækni. Þremur árum eftir að Edison fann upp rafmagnsperuna fékk einn vina hans nefnilega stórgóða hugmynd.

 

Edward Hibberd Johnson var aðstoðarframkvæmdastjóri í Edison-rafljósafyrirtækinu í New York og rétt fyrir jólin 1882 kom hann fyrir jólatré í stofunni sinni með 80 rauðum, hvítum og bláum rafmagnsperum.

 

Léleg auglýsingabrella

Dagblöðin í New York trúðu þessu ekki og héldu að um væri að ræða óvandaða auglýsingabrellu og neituðu að skrifa um jólatré Johnson-fjölskyldunnar. Sagan um tréð barst hins vegar til eyrna ritstjóra dagblaðs sem gefið var út í Detroit og sendi ritstjórinn blaðamann alla leið til New York í því skyni að berja viðundrið augum. „Þetta var ótrúleg sjón,“ ritaði blaðamaðurinn í blaðið, en fréttinni fylgdi sú skýring að hver pera hefði verið á stærð við valhnetu.

 

Rafmagnsjólatré í Hvíta húsinu

Hrifningin átti sér engin takmörk. Tæknin að baki var hins vegar afar flókin og nýju jólaljósin komu fyrst á markað árið 1890. Fimm árum seinna komust þau svo í tísku þegar forsetinn Grover Cleveland lét setja upp fyrsta rafljósaprýdda jólatréð í Hvíta húsinu sem skreytt var rösklega eitt hundrað perum.

 

Þegar þarna var komið sögu var það þó einungis efnafólk sem hafði tök á að skreyta tré sín með rafljósum, því kringum aldamótin 1900 kostaði það verulegar upphæðir að prýða eitt jólatré með rafmagnsljósum og gera má ráð fyrir að upphæðin fyrir hvert tré hafi numið því sem samsvarar um 300.000 íslenskum krónum í dag.

 

Rafmagnsljós á jólatré voru orðin tiltölulega algeng kringum 1930 þegar almenningur loks fór að hafa efni á þeim.

 

 

Birt: 12.12.2021

 

 

Hans Henrik Fafner

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Hver vegna veikjumst við meira á veturna?

Lifandi Saga

Spænska borgarastríðið: Heimshornaher gegn fasismanum

Jörðin

Hversu mikinn sand flytur sandstormur?

Náttúran

Af hverju er gler gegnsætt?

Lifandi Saga

Beittu áróðri gegn kynsjúkdómum

Alheimurinn

Að lágmarki 400 plánetur í sólkerfinu

Lifandi Saga

Hvenær varð Kasakstan til?

Náttúran

Hvaða gerð geislunar er skaðlegust?

Náttúran

Hvað er svartur ís (frostrigning)?

Náttúran

Á Suðurskautslandinu myndast dularfull vök af og til – nú vita vísindamenn ástæðuna

Náttúran

Órangútanapi græðir sár

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is