Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Bein eru sterkustu hlutar líkamans en geta þó brotnað í slysum. Hvernig gróa bein eiginlega saman aftur?

BIRT: 13/04/2024

Þótt beinvefur sé fjórfalt sterkari en steinsteypa, lendir meirihluti fólks einhvern tíma á ævinni í óhappi sem veldur beinbroti.

 

Þegar fólk kemur á slysavarðstofu með beinbrot er byrjað á röntgenmyndatöku til að læknirinn sjái stöðu beinendanna alveg skýrt. Því næst þarf að setja beinendana rétt saman.

 

Með því tryggir læknirinn að sem minnst þurfi að mynda af nýjum beinvef og að beinendarnir grói rétt saman og án skekkju.

 

Beinendum haldið stöðugum

Að þessu loknu þarf að tryggja að beinendarnir haggist ekki meðan brotið er að gróa. Þetta er oftast gert með gifsi og stundum spöngum sem bæði veita stuðning og draga úr sársauka, þar sem beinendarnir haggast ekki og valda því ekki sköddun á nærliggjandi vef eða taugum.

 

Í flóknari tilvikum þarf að festa beinendana saman með málmþræði, nagla eða skrúfum en til þess þarf skurðaðgerð.

 

Þumalfingursreglan er sú að beinbrot í neðri hluta líkamans þurfi tvöfalt lengri tíma til að gróa (16 vikur) en í efri hlutanum (8 vikur). Í börnum gróa beinin þó oft tvöfalt hraðar en í fullorðnum. Eldra fólk á hins vegar mun lengur í beinbrotum.

Gróin bein verða oft sterkari

Beinbrot þýðir oft vikur og mánuði í gifsi, en eftir á er gróið beinbrot oft sterkasti hluti beinsins.

1. Blóð streymir út á brotsvæðið

Þegar bein brotnar rofna æðar í brotinu og blóð safnast upp.

2. Stofnfrumur mynda nýjan beinvef

Svonefndar osteogenstofnfrumur þyrpast á brotsvæðið og taka að mynda nýjan beinvef. Æðar vaxa líka saman.

3. Blóðsöfnun myndar brjósk

Osteogenfrumurnar mynda brjóskvef sem á nokkrum mánuðum dregur í sig kalk og styrkist stöðugt.

4. Beinið verður aftur heilt

Eftir nokkra mánuði er brotið gróið. Á meðan veldur kyrrðin því að nýmyndaður beinvefur verður enn sterkari.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© SHUTTERSTOCK / MIKKEL JUUL JENSEN

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Vatn ætti ekki að vera til

Maðurinn

Hvernig virkar þungunarpróf?

Maðurinn

Af hverju veldur ofnæmi kláða?

Náttúran

Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is