Geimför senda upplýsingar með útvarpsbylgjum sem eru hluti rafsegulsviðsins, alveg eins og sýnilegt ljós. Útvarpsbylgjur berast um tómarúm og ná því auðveldlega frá geimfari til jarðar og öfugt.
Upplýsingarnar eru stafrænar og sendar í tvíundarbitum sem síðan er lesið úr. Gervihnettir tala þannig sama tungumál og tölvan þín sem í grunninn notar einungis tölurnar 0 og 1. Í öllum geimförum eru bæði sendir og móttökutæki.
Bandbreiddin er hins vegar mjög misjöfn og eldri gervihnettir og geimför langt frá jörðu hafa yfirleitt mjög takmarkaða bandbreidd.
Bandbreidd geimfarsins New Horizons var t.d. aðeins 1 kg/sek. þegar komið var út til Plútós.
Með þeim sendihraða tekur það ríflega þrjá tíma að senda til jarðar eina litmynd í þeirri upplausn sem við notum á vefsetri okkar, visindi.is.
Svarthvítar fljótastar
Þar eð svarthvítar myndir þurfa einungis þriðjung af bandbreidd litmyndar, eru margar myndir langt utan úr sólkerfinu hafðar svarthvítar.
Útvarpsbylgjur eru hluti ljósrófsins og ferðast því á hraða ljóssins, nærri 300.000 km á sekúndu. Það tekur boð því ekki nema rétt rúma sekúndu að fara þessa 384.000 km leið frá tungli til jarðar.
En alveg svo hratt berast þó ekki boð frá kínverska farinu Chang‘e 6 sem lenti á tunglinu í júní 2024.
⇒ Gervihnöttur ber boð til og frá Kína
Þann 1. júní 2024 lenti kínverska farið Change‘e 6 á bakhlið tunglsins. Þaðan er ógerlegt að senda boð beint til jarðar. Í staðinn er notaður samskiptagervihnöttur.
1. Tunglið lokar á fjarskipti
Tunglið er á læstum snúningi um jörðina og snýr því alltaf sömu hlið að okkur. Frá bakhliðinni getur Chang‘e 6 því ekki náð beinu sambandi til jarðar.
2. Hjálpartæki sent á braut
Kínverjar hafa sent samskiptagervihnöttinn Queqiao-2 á braut um tunglið. Brautin liggur þannig að gervihnötturinn hefur beina ljóslínu bæði til Chang‘e 6 og jarðar því nær allan sólarhringinn.
3. Gervihnöttur ber boðin
Gueqiao-2 tekur við boðum frá geimfarinu og sendir til jarðar og öfugt. Þar eð bæði tunglið og Queqiao-2 eru á braut um jörðu fara samskiptin fram um mismunandi sendistöðvar á jörðinni, allt eftir því hvernig á stendur.
Rétt eins og eldra geimfarið, Chang‘e 4, stendur Chang‘e 6 á bakhlið tunglsins og allar skeytasendingar þurfa því að fara um samskiptagervihnött sem er fjær jörðu en tunglið en hefur beina ljóslínu til beggja.
Frá því að Kínverjar senda boð til Chang‘e 6 og þar til þeir fá svar geta sem best liðið nokkrar sekúndur.
Marsjeppinn Curiosity at kanna yfirborð Mars.
Svo lengi bíða vísindamenn eftir svari
- Marsjeppinn Curiosity: 8-48 mínútur. Fjarlægðin milli jarðar og Mars er breytileg sem og samskiptatíminn.
- Geimkönnunarfarið New Horizons: u.þ.b 12 klukkustundir. Í janúar 2019 sendi farið frá sér myndir af örreikistjörnunni Ultima Thule.
- Geimkönnunarfarið Voyager 1: u.þ.b 40 klukkustundir. Voyager 1, sem skotið var á loft árið 1977 er á leið út úr sólkerfinu. Deep Space Network hjá NASA er en í sambandi við geimfarið.