Náttúran

Hvernig komast fuglar hjá árekstri?

Ég hef oft undrast hvernig fuglar í gríðarstórum og þéttum hópum komast hjá því að rekast hver á annan. Hver er skýringin?

BIRT: 04/11/2014

Nú rétt nýlega hafa ítalskir og franskir vísindamenn opinberað niðurstöður þriggja ára athugana á starrasveimum. Þeir fundu tvær mikilvægar skýringar á því hvernig sumar tegundir fugla geta flogið í mjög stórum hópum án þess að rekast á.

 

Í fyrsta lagi er flughæfni þessara fugla framúrskarandi og tjáskipti þeirra líka afar vel þróuð.

 

Fuglar sem fara í mjög stórum sveimum eru litlir, léttir og hraðir.

 

Þeir geta snúið höfðinu mjög hratt til að átta sig og að auki er beinagrind þeirra vel löguð að hröðum stefnubreytingum.

 

Í öðru lagi – og hér urðu vísindamennirnir nokkuð hissa – reyndust fuglarnir ekki aðeins halda afstöðu til næstu fugla í hópnum, heldur stýra þeir flugi sínu með tilliti til 6 – 7 ákveðinna fugla, sem geta verið rétt hjá, í nokkurri fjarlægð eða jafnvel að hluta í hvarfi bak við aðra fugla.

 

Fjarlægðin milli þessara fugla er á bilinu 0,5 – 2 metrar. Þar eð allir fuglar hafa vakandi auga með allmörgum öðrum, verða engir árekstrar og fuglasveimurinn í heild nær að hreyfa sig nánast eins og ein, sjálfstæð lífvera.

 

Aðferðin skýrir hvernig fuglasveimur getur stöðugt breytt um form, dreifst eða þjappað sér saman, án þess að minni hópar í útjaðrinum skiljist frá. Þetta skýrir líka hvernig fuglasveimurinn nær saman aftur á skömmum tíma eftir að hafa tvístrast, t.d. þegar ránfugl flýgur inn í sveiminn.

 

Það er einmitt til að forðast ásókn ránfugla sem smáfuglar fljúga í svo þéttum hópi. Smáfuglamergðin truflar ránfuglinn og hann á erfiðara með að sjá sér út eina ákveðna bráð.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

Lifandi Saga

Hvert var hlutverk Martins Bormanns í nasistaflokknum?

Alheimurinn

Stjörnufræðingar finna fyrstu frumvísa að Vetrarbrautinni

Maðurinn

Hve hratt fer blóðið um líkamann?

Lifandi Saga

Fjöldamorð SS leiddi til miskunnarlausrar hefndar

Lifandi Saga

Hvað var gula?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is