Náttúran

Hvernig myndast goshver?

Goshverir eru tilkomumikil sjón. Hvernig myndast þeir?

BIRT: 04/11/2014

Í goshver verða miklar gufusprengingar, sem með reglulegu millibili skjóta vatns- og gufustrók upp úr jörðinni. Strókurinn getur orðið mjög hár, jafnvel allt að 100 metrar.

 

Drifkrafturinn felst í miklum jarðhita sem aftur stafar frá hraunkviku á litlu dýpi, oft 4-5 km.

 

Flestir goshverir eru þess vegna á svæðum þar sem jarðskorpuflekar mætast og bráðið hraun streymir upp úr möttlinum.

 

Að auki þurfa að vera sprungur í berginu ofan við hraunkvikuna. Um þessar sprungur rennur grunnvatnið og kemst í snertingu við kvikuna. Í holrúmum nær yfirborðinu eykst þrýstingur til mikilla muna þegar sjóðandi vatn og gufa leitar upp og þegar þrýstingurinn nær ákveðnu hámarki þrýstist vatnið af ógnarafli upp á yfirborðið og hverinn gýs.

 

Hér skiptir miklu máli að suðumark vatns hækkar með auknum þrýstingi.

 

Vatnsfyllt holrúm virkar eins og þrýstisuðupottur og vatnið getur orðið meira en 100 stiga heitt áður en það fer að sjóða. Þegar vatnið sýður þrýstist hluti þess um sprungur upp úr holrúminu. Við það lækkar þrýstingurinn og suðumark vatnsins lækkar líka.

 

Við það umbreytist það sem eftir er af vatninu í gufu, en eðlilegt rúmmál vatnsgufu er 1.600 sinnum meira en rúmmál vatns.

 

Þetta veldur því að gufa og sjóðandi vatn spýtast af miklu afli upp úr goshvernum og hátt í loft upp. Gosið stendur þangað til holrúmið er tómt eða þrýstingur hefur fallið nægilega mikið til að gosið stöðvist.

 

Geysir í Haukadal er heimsþekktur, en gýs ekki lengur ótilkvaddur. Strokkur er næst stærsti goshver á Geysissvæðinu og er mjög virkur. Hann gýs allt að 30 metra gosi á 5- 10 mínútna fresti.

 

Þekktasti, virki goshverinn er nú líklega „Old Faithful“ í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

Alheimurinn

Ráðgátan um dularfullu geimhringana

Maðurinn

8 vísindalegar ástæður þess að þú lyktar

Náttúran

Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Náttúran

Háhyrningar réðust á bát og beittu áður óséðri aðferð

Tækni

Lítil kjarnarafhlaða heldur símanum gangandi í 50 ár

Læknisfræði

Kvefast ég frekar ef ég fer út með blautt hár?

Náttúran

Súrefni: Hvað er súrefni – og er hægt að fá of mikið af því?

Náttúran

Nú gætum við fundið leynilegar tímavélar alheimsins

Maðurinn

Heilasérfræðingar: Ástin og vináttan verðlauna heilann

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is