Menning og saga

Hvernig var höllin byggð?

BIRT: 04/11/2014

Hin dularfulla höll, Coral Castle, í Suður-Flórída er meðal sérkennilegustu ferðamannastaða í þessu sólskinsfylki Bandaríkjanna.

 

Á tiltölulega litlu svæði, samtals aðeins nokkur þúsund fermetrum, geta gestir gengið um milli þykkra múra, gegnum hlið sem vega mörg tonn og skoðað turna sem gerðir eru úr risavöxnum steinblokkum.

 

Allt er þetta byggt af einum manni, lettneska innflytjandanum Edward Leedskalnin, sem hóf bygginguna árið 1920 til að komast yfir æskuástina sína og um leið stóru ástina í lífi hans, sem hafði brugðist honum við altarið. Í 31 ár vann hann að hallarbyggingunni – allt til dauðadags.

 

Það er hins vegar ráðgáta hvaða tækni hann notaði. Þótt Leedskalnin væri fús til að sýna mannvirkið þegar gesti bar að garði, lagði hann sig í framkróka til að komast hjá að láta sjá til sín við vinnuna.

 

Nokkrir strákar sem eitt sinn laumuðust inn á byggingarsvæðið, sögðu síðar að Leedskalnin hefði látið stóra steina svífa eins og helíumblöðrur. Opinberlega lét hann sér hins vegar nægja að segja að hann hefði afar góðan skilning á vogstangaraflinu.

 

Á grundvelli þessa leyndarhjúps varð enginn skortur á sögusögnum. Hann var sagður hafa uppgötvað byggingaraðferðir Forn-Egypta, talinn hafa fengið hjálp hjá geimverum og sumir sögðu hann hafa fundið uppsprettu alheimsviskunnar.

 

Enn í dag er þessi hallarbygging óleyst ráðgáta.

 

Ekkert steinlím heldur steinblokkunum saman, heldur standa þær á sínum stað vegna eigin þyngdar einnar saman.

 

Þær eru höggnar til af ótrúlegri nákvæmni og falla víða svo vel saman að ekki er unnt að koma hnífsblaði á milli. Með nútíma tækjum, vörubílum og krönum, væri hægt að leika þetta eftir, en staðreyndin er sú að Leedskalnin var lágvaxinn og grannur, ekki nema 50-60 kíló að þyngd og hann vann einn og hafði engar vélar.

 

Árið 1986 öðluðust menn þó lítils háttar innsýn í aðferðir Leedskalnins. Allt fram að þeim tíma höfðu stórar steindyr þótt einna merkilegasta fyrirbrigðið í höllinni.

 

Í þessum dyrum var steinhurð, talin um 9 tonn að þyngd, en í svo hárfínu jafnvægi að hvert barn gat auðveldlega opnað með því einu að ýta á hana. En af einhverri ástæðu var hurðin nú skyndilega föst og ákveðið var að gera við.

 

Í ljós kom að Leedskalnin hafði borað gat lóðrétt í gegnum hurðina. Þar hafði hann komið fyrir ás úr málmi og neðst hvíldi ásinn á legu úr vörubíl. Legan var orðin tærð og þess vegna stóð hurðin á sér. Gert var við og hurðinni aftur komið fyrir á sínum stað. Hið hárfína jafnvægi náðist þó ekki og nú þarf nokkurt átak til að opna.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hversu gamlar geta plöntur orðið?

Læknisfræði

Hvað er iðraólga (ristilkrampar)?

Alheimurinn

Leitað að lífi í öðrum alheimum

Lifandi Saga

Hvað er „dagur hinna sjö sofandi“?

Náttúran

Ævagamalt sæskrímsli fannst í Mexíkó

Menning og saga

6.000 ára gamalt lík afhjúpa furðulega greftrunarsiði

Lifandi Saga

Vesturlönd og Saddam gáfu Kína efnahagsvöðva

Lifandi Saga

Af hverju heitir það keisaraskurður? 

Maðurinn

Rannsóknir afhjúpa: Svona getur hass breytt heila fósturs

Tækni

Hvernig virka púðurskot?

Maðurinn

Leiði er ofurkraftur okkar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is