Miðlungsstór stjarna á borð við sólina getur lýst í 9 milljarða ára eða svo. Hún myndaðist þegar mikið efnisský þéttist og féll saman fyrir 4,6 milljörðum ára. Þrýstingur og hiti jókst og stjarnan tók að lýsa þegar hitinn í iðrum hennar náði um 10 milljón gráðum.
1. Gasský og ryk fellur saman
Stórt ský úr gasi og ryki fellur saman undan eigin þyngd. Skýið snýst æ hraðar um sjálft sig eftir því sem það þéttist.
2. Þrýstingur og hitastig aukast
Í miðju skýinu hækkar bæði þrýstingur og hiti eftir því sem meira efni þjappast saman. Frumstjarna hefur myndast, en er ekki farin að lýsa.
3. Samruni frumeinda
Gas og ryk heldur áfram að þéttast inn að miðjunni. Eftir svo sem 100 milljónir ára er þrýstingur orðinn svo mikill og hitinn svo hár að vetnisfrumeindir fara að renna saman.
4. Stjarnan tekur að lýsa
Samruninn myndar gríðarlega mikla orku og stjarnan tekur að lýsa. Plánetur myndast úr örlitlum hluta efnisins. Þessi hluti hefur myndað stóra skífu umhverfis stjörnuna.
1. Gas og rykský fellur saman
Stórt ský úr gasi og ryki fellur saman undan eigin þyngd. Skýið snýst æ hraðar um sjálft sig eftir því sem það þéttist.
2. Þrýstingur og hitastig aukast
Í miðju skýinu hækkar bæði þrýstingur og hiti eftir því sem meira efni þjappast saman. Frumstjarna hefur myndast, en er ekki farin að lýsa.
3. Samruni frumeinda
Gas og ryk heldur áfram að þéttast inn að miðjunni. Eftir svo sem 100 milljónir ára er þrýstingur orðinn svo mikill og hitinn svo hár að vetnisfrumeindir fara að renna saman.
4. Stjarnan tekur að lýsa
Samruninn myndar gríðarlega mikla orku og stjarnan tekur að lýsa. Plánetur myndast úr örlitlum hluta efnisins. Þessi hluti hefur myndað stóra skífu umhverfis stjörnuna.