Hvernig virka púðurskot?

Púðurskot hljóma eins og alvöruskot en eiga að vera hættulaus. Ég hef þó heyrt um banaslys. Hvernig virka þessi púðurskot?

BIRT: 27/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Orðið púðurskot er notað um skot sem hljóma eins og alvörubyssuskot en eru hönnuð til að valda ekki skaða.

 

Til eru tvær megingerðir: púðurhlaðnar hulsur með flötu loki að framan, yfirleitt kallað púðurskot og svo venjuleg skothylki þar sem púðrið hefur verið fjarlægt, oft nefnt „dummy“.

 

Leikarinn Alec Baldwin var í fréttum um heim allan nýlega, þegar hann skaut og banaði samstarfskonu sinni með skammbyssu sem hann hélt að væri hlaðin púðurskotum en reyndist hlaðin alvöruskotum.

 

Púðurskotin geta verið hættuleg af ýmsum ástæðum. „Dummy“-kúlunum er t.d. auðvelt að rugla saman við alvöruskot.

 

Kúlan úr slíku skothylki getur líka losnað úr hulsunni og leynst í hlaupinu þegar byssan er síðan hlaðin með púðurskotum. Þá þrýstir flata lokið úr hulsuendanum kúlunni af stað mjög svipað og ef alvöruskot hefði verið notað og það getur verið mjög hættulegt.

 

Jafnvel þótt yfirleitt sé mun minna púður í lausa skotinu en venjulegu skothylki.

 

Af sömu ástæðu er oft settur svokallaður magnari í venjulegar byssur áður en hægt er að nota þær til að skjóta púðurskotum. Þetta gildir t.d. um sjálfvirka riffla sem venjulega nota þrýsting frá skoti til að endurhlaða en ná ekki að endurhlaða púðurskot vegna minni þrýstings.

Afturkast skilar nýju skoti

Þegar skotið er af sjálfvirkri byssu nýtist krafturinn til að endurhlaða vopnið en séu notuð púðurskot þarf að bæta við magnara.

1. Vopnið í kyrrstöðu

Vopnið er í kyrrstöðu og hulsu með kúlu í hlaupinu. Kúlan er fremst í skothylkinu (rauð). Í stað kúlu er hulsa púðurskots flöt að framan.

2. Hleypt af

Gikkurinn smellir fjöður á hettuna aftan á skothylkinu. Það kviknar í púðrinu og púðurgasið myndar þrýsting sem skýtur kúlunni.

3. Nýtt skothylki

Þrýstingur kastar fjöðrinni til baka og kastar tóma hylkinu út um leið og nýtt skothylki smellur upp í hlaupið. Púðurskot eru kraftminni og því þarf að setja magnara í hlaupið.

Magnarinn er settur í hlaupið, þannig að það mjókkar og afturkast púðurskotsins verður öflugra.

 

Í kvikmyndum er notuð sama tækni. Magnarinn er falinn í hlaupinu. Hlaupið er borað út og í það skrúfaður bolti með 3-5 millimetra gati.

 

Gatið í skrúfunni er minna um sig en hlaupið og þess vegna dugar púðurskotið eitt og sér til að kasta tómu hulsunni út.

BIRT: 27/04/2023

HÖFUNDUR: ESBEN SCHOUBOE

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © Claus Lunau

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is