Tækni

Hvernig virkar bylgjukraftur?

Stórar bylgjur sem skella á ströndinni bera auðvitað í sér mikla orku. Hvernig er hægt að virkja þessa orku og geta bylgjuorkuver orðið álíka vinsæl og vindmyllur?

BIRT: 09/11/2022

Verkfræðingar hamast við að þróa bylgjuorkuver sem geta nýtt orkuna í kraftmiklum bylgjum sjávar.

 

 Sum orkuver eru byggð við ströndina og eiga að nýta brimorkuna. Önnur fljóta á sjó eins og langir ormar og nota bylgjuvaggið til að framleiða straum. 

 

Bylgjuorkuver má einnig hafa á sjávarbotni þar sem þau geta nýtt orku sjávarfallastrauma til að snúa túrbínum. Ein þekktasta gerð bylgjuorkuvera er kennd við „súlusveiflu“ eða OWC (Oscillating Water Column).

 

OWC-orkuver er yfirleitt úr steinsteypu eða stáli og í því er loftfyllt hólf sem bylgjan gengur upp í. Ofan við hólfið er túrbína sem drífur rafal og framleiðir þannig straum.

Þrýstingur skapar rafmagn

Í bylgjuorkuveri sem byggist á súlusveiflu flæða bylgjur inn í hólf og þjappa lofti saman. Þrýstingur frá loftinu knýr túrbínuna.

Bylgjan hækkar súluna

Þegar bylgjan skellur inn lendir hún á skáfleti og berst upp í loftþétt hólf.

Þrýstingur í hólfinu eykst

Loftið í hólfinu þrýstist saman og þrýstingur eykst. Þrýstingurinn knýr túrbínu sem skapar straum.

Bylgjan nýtt í báðar áttir

Þegar bylgjan sogast til baka lækkar þrýstingurinn svo mikið að nú er það lofttæmingin sem knýr túrbínuna.

Á heimsvísu er áætlað að virkja mætti 2.000 gígavött. Slík orkuframleiðsla er því afar áhugaverð en orkuverin hafa hingað til verið of dýr miðað við hversu illa orkan nýtist, t.d. í samanburði við vindorku.

 

Vindmyllur veraldar framleiða nú samanlagt meira en 700 gígavött. Eigi bylgjuorkuver að ná þeim afköstum þarf verðið að lækka og þess vegna vinna verkfræðingar að því að þróa nýjar gerðir.

 

Sumar hugmyndir, t.d. finnska Wave-Roller sem nú er í prófun í Portúgal, eiga að nýta orkuna nokkuð frá landi eða á 10-20 metra dýpi.

 

Almennt gildir að bylgjuorkan er meiri úti á hafi en við ströndina. Á móti kemur að orkuver þar verða dýrari og erfiðari í viðhaldi. Í óveðri geta bylgjur orðið svo hrikalegar að þær eyðileggi orkuverið.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MIKKEL MEISTER, JENS E. MATTHIESEN

Martin Bond/SPL

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.