Tækni

Hvernig virkar polaroidmyndavél?

Filmur eru framkallaðar í vökva í myrkrakompu, en hvernig í ósköpunum framkallar polaroidvél myndir á nokkrum sekúndum?

BIRT: 24/07/2023

Ljósmyndir voru yfirleitt teknar á filmu, sem þurfti að framkalla með ljósnæmum efnum í myrkri og voru loks stækkaðar á pappír.

 

Polaroidvélarnar sameina þetta allt með því að koma bæði filmunni og ljósnæmu efnunum fyrir í sama pappírnum.

 

Í hefðbundinni myndavél bregst filman við ljósinu sem hleypt er inn um ljósopið og skapar svokallað negatíf, mynd þar sem ljós frá myndefninu birtist í formi þeirra lita sem í það vantar. Á litfilmu verður þannig rautt að prentlitnum cyan, grænt að prentlitnum magenta og blátt verður gult.

 

Í myrkraherberginu er negatífið svo gegnumlýst yfir pappír með halógensilfurhúð, sem bregst við lýsingunni og skapar hina réttu mynd. Efnin í pappírshúðuninni eru afar ljósnæm og því þarf þetta að gerast í algeru myrkri.

 

Polaroidvél er hraðvirk myrkrakompa þar sem ljós nær aðeins inn í eitt augnablik eftir að smellt hefur verið af.

 

Ljósið myndar negatífu á lagskipta filmu en rúllurnar tvær sem ýta myndinni út bæta við efnum, sem fylla út þau svæði á negatífunni sem ekki hafa þegar brugðist við. Þannig er myndin tilbúin á fáeinum sekúndum.

 

Sex litalög mála heildarmyndina

Polaroidfilma er gerð úr þremur ljósnæmum lögum, sem virkjast hvert um sig af rauðu, grænu og bláu ljósi. Ljósið teiknar negatífa mynd eins og himna úr silfurkristöllum. Undir hverju þessara laga eru svo lög með prentlitunum gulu, magenta og cyan, sem losa framköllunarvökva jafnóðum og myndinni er rúllað út úr vélinni.

 

Þar sem silfrið hefur losnað í efsta laginu komast litarefnin ekki í gegn. Í staðinn mynda litir úr hinum lögunum tveimur saman litinn á ljósnæma laginu.

Á bláum himni lokar ljósnæma, bláa lagið t.d. fyrir gult litarefni, en magenta og cyan mynda bláan lit.

Polaroidmyndavél er örsmá myrkrakompa

Myndir sem teknar eru á polaroidvél eru framkallaðar samstundis með samþjöppuðum búnaði sem sameinar öll stig hefðbundinnar ljósmyndagerðar í vélinni sjálfri.

1
Loki hleypir ljósinu inn
Ljósi er slepp inn um linsuna þegar smellt er af. Ljósið speglast niður á filmuna.
2
Negatívan myndast
Ljósið virkjar blátt, grænt og rautt ljósnæmt lag í filmunni og losar efni, sem teikna upp negatífu.
3
Rúllur gefa frá sér framköllunarvökva
Þegar negatífan hefur myndast, rúllar myndin af stað út. Tvær rúllur mala hylki með framköllunarsmurningu á botni filmurammans. Efnið dreifir sér og virkjar efni í þremur öðrum litalögum, sem skapa liti myndarinnar.
-
Mulin hylki með framköllunarefni
-
Framköllunarefni
-
Spegill

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Giphy, © Mikkel Juul Jensen/Polaroid Originals

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is