Náttúran

Hvers vegna deyr laxinn eftir got?

Laxar leita upp til gotstöðva í eigin uppeldisám til að fjölga sér, en margir deyja að goti loknu. Hvers vegna?

BIRT: 04/11/2014

Laxfiskar lifa í flókinni hringrás þar sem margar tegundir verja fyrsta hluta ævinnar í ferskvatnsám.

 

Þegar laxarnir hafa náð tilskildum þroska halda þeir út í sjó þar sem þeir stækka við át á m.a. smáfiski og krabbadýrum.

 

Þegar kynþroska er náð eftir nokkra mánuði eða ár halda þeir aftur til að fjölga sér í þeirri á sem þeir uxu upp í – oft getur ferðalagið numið mörg þúsund kílómetrum.

 

Áður en laxarnir halda upp í árnar eiga sér stað lífeðlisfræðilegar breytingar svo þeir þoli að fara úr saltvatni í ferskvatn.

 

Einatt veldur þetta miklu álagi á laxana sem þurfa líka að synda gegn straumnum í ólgandi fljótum og jafnvel framkvæma ógnarstökk til að komast yfir hindranir, t.d. minni fossa.

 

Þegar laxarnir ná til gotstöðvanna taka hængarnir að berjast um athygli hrygnanna og hrygnurnar verpa þúsundum eggja í útgröfnum holum á árbotninum.

 

Þetta reynir afar mikið á líkamsstyrk laxanna og hjá sumum tegundum deyja allir einstaklingar af örmögnun eða sýkingum þegar gotinu er lokið.

 

Ef laxar fjölguðu sér í sjónum gætu þeir forðast margar raunir.

 

En trúlega er það öryggi bernskuslóðanna sem veldur því að laxarnir leggja á sig viðlíka hremmingar.

 

Hafi fiskurinn sjálfur náð að vaxa upp í tiltekinni á, eru góðar líkur á að afkvæmi hans geti það einnig.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.