Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Allt fram að heimsstyrjöldinni síðari þótti körlum nánast óhugsandi að fara út fyrir hússins dyr hattlausir. En svo fór hattnotkun að renna sitt skeið.

BIRT: 26/06/2024

„Án hatta fyrirfinnst engin siðmenning“, sagði franski tískufrömuðurinn Christian Dior árið 1954.

 

Dior hafði rétt fyrir sér að því leyti að allt fram á síðari hluta þriðja áratugarins voru hattar órjúfanlegur hluti af klæðnaði allra karla með virðingu fyrir sjálfum sér og voru m.a. notaðir til að gefa til kynna þjóðfélagsstöðu þeirra.

 

Engu að síður byrjuðu hattar að fara úr tísku á árunum eftir seinni heimsstyrjöld og ein mikilvægasta ástæða þess var að skilin milli hinna ólíku stétta voru óðum að mást út.

 

Á millistríðsárunum varð sífellt algengara að ungmenni tilheyrandi miðstétt fengju aðgang að háskólunum sem áður voru einungis ætlaðir yfirstéttinni og sem settu strangar reglur hvað réttan klæðnað snerti.

 

Þegar svo nemendahópurinn fór að breytast, breyttust að sama skapi reglur um klæðnað og farið var að líta á hatta sem óþarfa leifar gamla tímans. Þessi nýju viðmið bárust út til annarra hluta samfélagsins þegar unga fólkið hafði lokið námi og fór út á vinnumarkaðinn.

 

Sumir sagnfræðingar halda því fram að bílnotkun á millistríðsárunum hafi jafnframt stuðlað að falli hattsins.

 

Langir vegir auðvelduðu fólki að ferðast um langar vegalengdir og almenningur fór að eignast bíl. Þess má til gamans geta að innan við einn hundraðshluti íbúa Bandaríkjanna hafði yfir að ráða bifreið árið 1920 en hlutfallið hafði hækkað upp í u.þ.b. 25% árið 1940 og árið 1970 áttu alls 55% bifreið.

Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Andstætt við það sem við átti um lestar, sporvagna og hestvagna, var lágt til lofts í bifreiðum og því einkar óhagkvæmt að vera með hatt í bíl.

 

Þar að auki höfðu karlarnir enga þörf lengur fyrir hatt til að verja sig gegn veðri og vindum, úr því að þeir sátu innandyra í eigin bifreið.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

Fortepan

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.