Lifandi Saga

Hvers vegna kunnu sjómenn ekki að synda? 

Langt fram eftir 19. öld gátu flestir evrópskir sjómenn ekki synt. Ógæfusamir einstaklingar sem féllu um borð voru því svo gott sem dauðadæmdir. Það hentaði konunglega breska flotanum og öðrum flotum reyndar ágætlega.

BIRT: 27/11/2024

Enski sjóliðsforinginn James Cook sigldi um heimshöfin á 18. öld og dvaldi drýgstan hluta ævi sinnar á sjónum.

 

En hann hefði ekki getað synt nokkra metra þó líf hans lægi við.

 

Cook var ekki einn um að kunna ekki sundtökin því flestir evrópskir sjómenn gátu ekki synt svo nokkru næmi fyrr en á 19. öld.

 

Ein orsök var sú að sund þótti vera óheilsusamlegt.

 

Þannig trúðu margir Evrópubúar á miðöldum að dvöl í vatni dreifði sýkingum og gæti jafnvel orsakað drepsóttir. Auk þess var litið á sund sem óheppilegt fyrir virðulega karlmenn: 

 

„Til að synda verður maður að vera nakinn og hvernig getur nokkur sómakær maður haldið virðingu sinni án klæða?“ skrifaði breski rithöfundurinn George Borrow. 

Þegar óheppinn sjómaður féll um borð skipti sköpum fyrir hann að ná taki á einhverju fljótandi braki.

Sund skapaði hugleysingja

Síðast en ekki síst voru konunglegi breski flotinn og aðrir flotar harla sáttir með að sjómenn þeirra gætu ekki synt.

 

Þannig væri tryggt að áhöfnin héldi sig á skipinu í stað þess að hoppa fyrir borð og synda í land þegar skarst í odda. 

 

Einnig má geta þess að umtalsverður fjöldi sjómanna voru refsifangar sem létu vera að flýja af skipinu, enda hefðu þeir drukknað í hafinu.

 

Það var fyrst seint á 19. öld sem farið var að kenna sjómönnum sundtökin. Eftir það spruttu upp fjölmörg sundfélög víðs vegar um Evrópu. 

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Henri Adolphe Schaep/KMSKA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Blóðsugur leggja undir sig stórborgir heimsins

Náttúran

Hvaðan stafar saltið í Dauðahafinu?

Tækni

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Lifandi Saga

Blóði drifið koffort kom upp um morðingja

Jörðin

Hvaða eldfjall er hættulegast?

Menning

Topp 5 / Hvaða eyjar eru þéttbýlastar?

Maðurinn

Hvað veldur saðningartilfinningunni?

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.