Lifandi Saga

Hvers vegna ríkir fjandskapur milli Bandaríkjanna og Íran?

Fjandskapurinn milli BNA og Íran hófst með valdaráni fyrir 70 árum og síðan þá hefur sagan verið blóði drifin í Miðausturlöndum. Vantraustið og biturðin hefur aðeins farið vaxandi með árunum.

BIRT: 11/09/2024

Í áratugi hefur samband Bandaríkjanna og Írans einkennst af miklu vantrausti og fjandskap.

 

Ástæðan fyrir hinu spennuþrungna ástandi má rekja allt til ársins 1953, þegar Bandaríkin skipulögðu valdarán þar sem lýðræðislega kjörnum forsætisráðherra Írans var steypt af stóli og við tók einveldisstjórn sem var hliðholl vesturveldunum.

 

Valdaránið skapaði mikla biturð meðal Írana og ruddi brautina fyrir íslömsku byltinguna árið 1979 þar sem Íranskeisara Mohammad Reza Shah Pahlavi var steypt af stóli og í kjölfarið var stofnað íslamskt lýðveldi.

 

Byltingin olli þáttaskilum í samskiptum við Bandaríkin því hin nýja klerkastjórn í Íran var mjög andsnúin amerískum áhrifum og Bandaríkin voru í þeirra augum „Hinn stóri Satan“.

 

Síðan þá hafa Íran og Bandaríkin tekið þátt í ýmsum átökum, þar sem Bandaríkin hafa stutt óvini Írans í átökum og styrjöldum – til dæmis í Íran-Íraksstríðinu á árunum 1980-1988.

 

Íranar hafa sakað Bandaríkin um að hafa afskipti af innanríkismálum landsins. Spennan jókst enn frekar undir stjórn Donalds Trump forseta, sem dró Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran árið 2018 og beitti hörðum refsiaðgerðum.

 

 

MYNDSKEIÐ: Fimm ástæður þess að Íran hefur blandað sér í svo mörg átök:

Í dag eru samskipti Bandaríkjanna og Írans langt undir frostmarki.

 

Bandaríkin hafa áhyggjur af vaxandi áhrifum Írans í Miðausturlöndum, þar sem þeir styðja ýmsar vígasveitir, þar á meðal Hamas á Gaza, Hezbollah í Líbanon og Húta í Jemen.

 

Bandaríkjamenn líta á þennan stuðning sem mikla ógn við eigin hagsmuni og öryggi bandamanna þeirra – sérstaklega Ísraels.

 

Síðast en ekki síst óttast Bandaríkjamenn að kjarnorkuáætlun Írans geti breytt klerkastjórninni í kjarnorkuveldi.

 

Þrátt fyrir að Íranar neiti öllum áformum um þróun kjarnorkuvopna þýðir riftun kjarnorkusamkomulagsins að Vesturlönd hafa ekki lengur innsýn í hvað Íranar eru að bauka í kjarnorkumálum sínum.

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

Hatami

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Vændiskonur börðust fyrir lífi sínu á botni samfélagsins

Maðurinn

Gegna augabrúnir mannsins einhverju hlutverki?

Heilsa

Algengur drykkur kann að auka hættu kvenna á hjarta- og æðasjúkdómum um 21 prósent

Lifandi Saga

Raðmorðingjar: Á barnsaldri pyntuðu glæpamennirnir dýr

Heilsa

Góðar fréttir fyrir þig sem laumar oft köku eða súkkulaði niður í innkaupakerruna

Náttúran

Listi sem kemur á óvart: Fimm mjög svo sérstakir heilar dýraríkisins

Náttúran

Blóðsugur leggja undir sig stórborgir heimsins

Náttúran

Hvaðan stafar saltið í Dauðahafinu?

Tækni

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Glæpir

Blóði drifið koffort kom upp um morðingja

Jörðin

Hvaða eldfjall er hættulegast?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.