Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Það eru ýmsar ástæður fyrir því af hverju við verðum þreytt eftir góða máltíð en sérstök tegund matar gerir okkur mjög syfjuð.

BIRT: 26/08/2024

Matur veitir ekki alltaf aukna orku

Við fyrstu sýn virðist það rökrétt að matur geri okkur meira vakandi og orkumikil því við höfum bætt við okkur orku. En svo er ekki. Það er líklega vegna þess að forfeður okkar þurftu á einbeitingu að halda og vera vel vakandi þegar leitað var að fæðu, en svo var skynsamlegt að spara orkuna og hvíla sig eftir að hafa borðað.

Svona meltir þú matinn

Matur er brotinn niður af ensímum í meltingarkerfinu í meðal annars glúkósa. Hann frásogast í gegnum smágirni og fer í blóðið.

 

Sykurinn berst um í blóðinu og hamlar sumum taugafrumum heilans sem framleiða sérstakt vökuhormón, orexín. Það þýðir að við verðum þreytt.

 

Loks berst sykurinn til vöðva, lifrar og fituvefs með hjálp insúlíns frá brisi

 

Ákveðin tegund matar eykur á þreytu

Matur sem inniheldur mikið af próteinum og kolvetnum getur gert fólk þreyttara en til dæmis trefjarík matvæli.

 

Almennt séð finnur fólk fyrir þreytu eftir máltíð vegna þess að líkaminn framleiðir meira serótónín. Serótónín er aðallega að finna í meltingarfærum og miðtaugakerfinu og gegnir hlutverki við að stjórna skapi og svefnmynstri.

 

Amínósýran tryptófan er að finna í mörgum próteinríkum matvælum og hjálpar líkamanum að framleiða serótónín. Kolvetni hjálpa líkamanum að taka upp tryptófan.

 

Tímasetning á máltíðum skiptir líka máli hversu þreyttur þú verður eftir að hafa borðað. Dægurklukka (innri klukka) mannsins getur haft áhrif á hvernig líðanin er eftir máltíð. Samkvæmt The National Sleep Foundation hafa menn lægri orku frá því um klukkan tvö eftir hádegi og til 02.00 um nóttu.

 

Lélegur svefn getur aukið áhrif máltíðarinnar

Lélegt svefnmynstur getur valdið þreytu eftir að þú borðar. Ástæðan er sú að líkaminn finnst eins og hann sé að hvíla sig. Þegar líkaminn fer í hvíldarástand veldur það þreytu, sérstaklega ef þú hefur ekki sofið vel nóttina áður.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is