Lifandi Saga

Hversu gamalt er líkklæðið frá Torino? 

Allt frá miðöldum hafa fræðimenn deilt um aldur líkklæðisins frá Torino. Mörgum öldum síðar deila þeir enn um þetta klæði sem hefur heillað leika sem lærða.

BIRT: 30/11/2024

Það mætti ætla að aldursgreining á klæðisbút sé nokkuð auðveld. En í margar aldir hefur textíll nokkur heillað og klofið fræðimenn í tvær fylkingar. 

 

Þetta umrædda líkklæði frá Torino er að sögn það klæði sem var sveipað um Jesú eftir krossfestinguna fyrir um 2.000 árum.

 

Klæðið ber far eftir mannslíkama og sýnir leifar af blóðslettum sem samsvara þeim sárum sem biblían greinir frá að Jesús hafi fengið við aftökuna.

 

Líkklæðið kemur fyrst fram í rituðum heimildum árið 1354 þegar franskur riddari sýndi það í bænum Lirey. 

 

Ekki er ljóst hvar riddarinn náði í líkklæðið en árið 1389 skrifaði biskupinn af Troyes til páfans að líkklæðið væri falsað af listamanni á staðnum.

 

Sú kenning virtist vera staðfest árið 1988 með kolefnisgreiningu sem sýndi að klæðið væri upprunnið frá 1260 til 1390.

 

MYNDSKEIÐ: Sjáðu heimildarmynd um líkklæðið frá Torino

 

Fræðimenn sá efasemdarfræjum um fræðimenn

En sögunni lauk ekki með því. 

Frá 1980 hafa fleiri en 170 vísindalegar greinar um líkklæðið verið gefnar út, m.a. af efnafræðingum, læknum og plöntufræðingum.

 

Sumir hafa efast um aldursgreininguna frá 1988, m.a. með því að benda á að rannsóknin hafi verið gerð á síðari tíma efnisbútum frá miðöldum. 

 

Aðrir hafa ályktað að fölsun á líkklæðinu hefði krafist tæknilegrar þekkingar sem ekki var að finna á miðöldum.

 

Enn aðrir hafa að því er virðist fundið frjókorn sem eiga að staðfesta að klæðið er upprunnið í Mið-Austurlöndum.

 

Eftir stendur að vísindamenn eru ekki ennþá á einu máli um aldur líkklæðisins né heldur um hvernig farið eftir mannslíkamann myndaðist.

 

Líkklæðið heldur þannig áfram að skipa sér sess á mörkum goðsagnar, sögu, trúar og vísinda. 

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

Public Domain

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.