Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Á árunum milli 1980 og 1990 unnu breskir vísindamenn hörðum höndum að því að þróa nýtt hjartalyf þegar þátttakendur í tilraunum upplýstu þá um að lyfið hefði aukalegan ávinning sem engan hefði órað fyrir.

BIRT: 15/05/2024

„It’s a great drug!“

 

Þannig hljóðuðu ummæli fyrrum forsetaframbjóðandans Bobs Dole þegar hann kom fram í bandaríska spjallþættinum Larry King í maí 1998. Dole viðurkenndi í þættinum að hann hefði misst kyngetuna sjö árum áður í kjölfarið á krabbameini í blöðruhálskirtli en væri nú klár í slaginn á nýjan leik eftir að hafa komist í kynni við litla bláa töflu sem kallaðist Viagra.

 

Dole var ekki einn um að dásama Viagra. Örfáum mánuðum eftir að hann kom fram í sjónvarpsþættinum hafði líf milljóna karla og kvenna breyst svo um munaði þegar bandaríska lyfjaeftirlitið, FDA, veitti leyfi fyrir fyrstu töflunni gegn getuleysi.

Einkaleyfi Pfizer fyrir lyfinu Viagra rann út á árinu 2020 og síðan þá hafa mörg samheitalyf birst á hillum apótekanna.

Ferðalag töflunnar til Bandaríkjanna hófst í breskri rannsóknarstofu á árunum upp úr 1980 þegar vísindamenn við lyfjafyrirtækið Pfizer unnu að því að þróa lyf gegn brjóstverkjum.

 

„Upphaflega gerðum við tilraunir með að nota síldenafíl, virka efnið í Viagra sem hjartalyf vegna eiginleika þess til að lækka blóðþrýstinginn“, segir Brian Klee, yfirlæknir hjá Pfizer.

 

„Meðan á tilraunum þessum stóð komumst við á snoðir um að þátttakendurnir neituðu að afhenda okkur umframbirgðir sem þeir höfðu fengið, sökum aukaverkunar lyfsins sem lýsti sér þannig að limurinn varð stinnari og stærri, auk þess sem stinningin stóð lengur yfir en ella“.

 

MYNDSKEIÐ: Auglýsing fyrir Viagra árið 2000

Pfizer auglýsti kraftaverkapilluna gríðarlega í bandarísku sjónvarpi þegar hún var samþykkt árið 1998.

Gríðarlegar vinsældir

Vísindamennirnir áttuðu sig brátt á því að aukaverkunin hafði breytt hjartalyfinu þeirra í nýtt kraftaverkalyf gegn getuleysi. Lyfinu síldenafíl hafði verið ætlað að víkka út æðarnar og flytja meira blóð til hjartans en raunin varð sú að lyfið orsakaði enn meira blóðflæði til kynfæranna.

 

Vísindamenn hjá Pfizer breyttu fljótt um stefnu og fengu leyfi fyrir nýja lyfinu hinn 27. mars 1998. Viagra sló strax í gegn og ólögleg sala fór af stað í Evrópu, þar sem leyfi fyrir þessu nýja lyfi fékkst ekki jafn fljótt þar og í Bandaríkjunum.

 

Salan á Viagra náði hámarki árið 2012 en það ár seldi Pfizer litlu bláu pillurnar sínar fyrir um 2,1 milljarð Bandaríkjadala.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Audrey disse

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Rannsóknir afhjúpa: Svona getur hass breytt heila fósturs

Tækni

Hvernig virka púðurskot?

Maðurinn

Leiði er ofurkraftur okkar

Heilsa

Af hverju má ekki drekka saltvatn?

Náttúran

Bláglyttan er heilalaus snillingur

Lifandi Saga

Prumpukóngurinn felldi dömur í yfirlið

Menning og saga

Hvað telst vera mesta svindl fornleifafræðinnar?

Lifandi Saga

Saga Jemen: Frá myrru og mokka til Borgarastríðs og húta

Náttúran

Hættuleg baktería tengd við sérstakan hundamat

Lifandi Saga

Dauði Maó olli harðri valdabaráttu

Lifandi Saga

Kynnisferð um: Morðmál miðalda 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is