Í 40 mínusgráðum getur maður hlaupið í u.þ.b. þrjár mínútur áður en það hefur alvarleg áhrif. En ber húð í ógnarkulda undir -60 gráðum frýs samstundis og frumurnar deyja. Ef allur líkaminn er ber deyr einstaklingur í þessum kulda nánast á stundinni.
Jafnvel með réttum klæðnaði er erfitt að verja svæðin í kring um augu og nef sem getur orsakað alvarlegt kal.
Kuldi í öndunarvegi er hættulegur
Hætta er á að skaða öndunarveginn og lungun við innöndum á ísköldu lofti. Inúítar og aðrir sem búa í mjög köldu loftslagi lenda oft í meiðslum á lungum.
Vísindamenn sem vinna á Suðurskautslandinu anda oft í gegn um nokkurs konar öndunarpípu sem er innan á úlpunni, þ.a. loftið nær að hitna aðeins af líkamshitanum áður en það fer í öndunarveginn.
Kaldasti staður Jarðar er Vostok á Suðurskautinu. Þar fer kuldinn allt niður í -60 gráður og er lífshættulegt að vera úti við ef líkaminn er ekki vel dúðaður.
Vindur kælir enn meira
Þrátt fyrir að mælirinn sýni aðeins örfáar mínusgráður getur vindkælingin verið meiri.
Vindkælingartafla segir til um hvernig vindur kælir í raun meira en það sem stendur á hitamælinum. Líkaminn hitar upp loftið nálægt sér og skapar nokkur konar einangrandi lag, en vindurinn blæs burtu þessu heita lofti og húðin verður kaldari.
Í stormi myndi -20 gráður verða eins hættulegar eins og -40 gráður í logni. Til að lifa af mikinn kulda er einnig nauðsynlegt að halda sér þurrum, því líkaminn kólnar mun hraðar ef fötin eru blaut eða þá að maður hefur svitnað undir fötunum.
Líkaminn gefst upp í miklum kulda
Þú finnur vel fyrir því ef líkamshiti fer undir 35 gráður og verður aðeins verra ef hitinn fellur enn meira.
Líkamshiti 32-35 gráður: Minniháttar kæling
Vöðvar: Skjálfa til að mynda hita
Hjarta: Hjartsláttur og blóðþrýstingur hækka
Lungu: Hraðari innöndun
Blóð: Blóðsykur hækkar þvíglúkósi brennur hægt
Húð: Verður föl, því æðar dragast saman
Líkamshiti 28-32 gráður: Kæling í meðallagi
Vöðvar: Mikill skjálfti
Hendur og fætur: Hreyfingar eru hægar og ómarkvissar
Heili: Verður ringlaður og viðbrögð hæg
Varir, eyru, fingur, tær: Verða blá, því blóðstreymi er lítið
Líkamshiti 20-28 gráður: Alvarleg kæling
Vöðvar: Skjálfa ekki lengur
Hendur og fætur: Ganga og hreyfingar nánast ómögulegar
Hjarta: Hjartsláttur og blóðrýstingur falla
Lungu: Hæg öndun
Heili: Minnistap, þokukenndur
Munnur: Erfiðleikar við að tala
Húð: Verður blá og þrútin