Náttúran

Inúítar hafa innri hita

Kuldi, myrkur og einangrun. Heimskautasvæðin ættu að vera lokuð manneskjum. Engu að síður blómstra norðlægustu íbúar heimsins við þessar aðstæður. Eitt leyndarmálanna eru fitusýrurnar í mataræði þeirra sem gefa bæði heila og líkama orkuinnspýtingu.

BIRT: 04/11/2014

Þú ert það sem þú borðar. Þannig hljómar vel þekkt slagorð sem á að vara okkur við óhollum lifnaðarháttum. Ekki síst feitum mat. En á tungu inúíta yrði merkingin allt önnur. Ný rannsókn sýnir nefnilega að feitmeti skiptir öllu máli fyrir getu inúíta til að ekki aðeins lifa af heldur enn fremur dafna ágætlega í fjandsamlegu umhverfi hins myrka og kalda norðurs.

Í hefðbundinni menningu inúíta er að finna reglur um allt frá veiðum og afla, yfir í matarvenjur og klæðnað, til félagslegra umgengnishátta. Og mikilvægasti þáttur í menningu þeirra virðist vera eftirsóknarverðasti matur þeirra um aldaskeið: Hrár fiskur. Hefðbundið mataræði inúíta er breytilegt milli svæða en á þó margt sameiginlegt. Það samanstendur einkum af selum, hvölum og fiski, ásamt ísbjörnum og hreindýrum. Yfir sumarið bætast síðan við plöntur og ber.

Þetta mataræði er afar næringarríkt með miklu innihaldi af eggjahvítuefnum og fitu. Ætla mætti að takmarkaður aðgangur að ávöxtum og grænmeti ylli verulegum vandkvæðum vegna skorts á C-vítamíni, en hörgulsjúkdómar eins og skyrbjúgur hafa aldrei verið vandamál á heimskautasvæðum. Ástæðan er að í hráu kjöti er að finna nægilegt magn af C-vítamíni. En þetta blóðrauða mataræði, og ekki síst hrái fiskurinn, býr yfir miklu meira.

Fita er lykillin að árangri

Feitt kjöt, sem er megin uppistaðan í fæði inúíta, er ein af grundvallarorsökum þess að þeir hafa lifað af um aldaraðir í fimbulkulda heimskautasvæðanna. Þó er hér á ferðinni afar sérstök gerð fitu: Fjölómettaðar fitusýrur. Mikilvægasta virkni fitusýra er að viðhalda innri hita. Nístandi kuldinn getur nefnilega verið banvænn á þessum svæðum. En þessi mennska lífvera er fínstillt tæki hvers lífrænu ferli hafa hámarksvirkni við hitastig er nemur 37° C. Því þurfa inúítar að framleiða mikinn varma og ein besta leiðin felst í að brenna hitaeiningar.

Magn hitaeininga sem brennast í líkamanum í hvíldarástandi er nefnt hvíldarefnaskipti líkamans. Í rannsókn, undir forystu William R. Leonard við North Western University í Illinois, BNA, hefur verið sýnt að hvíldarefnaskipti eru mun hærri hjá innfæddum inúítum í samanburði við aðkomufólk. Inúítar eru þannig hæfari við að framleiða innri hita. Og það bendir til að þróunin hafi þarna átt hlut að máli.

Sérhver brennsluofn, einnig manneskjunnar, þarf eldsneyti og eftir öllu að dæma er eldsneyti inúítanna kraftaverkameðalið í hráum fisk. Það er fiskiolían sem er sérlega rík af fjölómettuðum fitusýrum. Mikilvægi fitusýranna í efnaskiptum má skýra út frá hinu svonefnda „membran-pacemaker-skýringu“. Hún skýrir hlutverk himnu frumunnar sem „pacemaker“ (gangráð) fyrir efnaskipti og brennslu.

Kenningin gengur út á að fitusamsetning himnunnar skiptir sköpum fyrir efnaskipti frumu: Því meira sem er af fjölómettuðum fitusýrum, þess örari verða efnaskipti frumunnar. Fjölómettaðar fitusýrur geta, vegna kemískrar gerðar sinnar, skapað sveigjanlegri frumuhimnu en mettaðar. Þar með eykst hreyfigeta og virkni frumunnar sem hraðar efnaskiptum.

Fjölómettaðar fitusýrur eru einnig taldar geta haft áhrif á aflestursgetu frumunnar, þ.e.a.s. sameindir sem geta tengst dna og komið af stað afkóðun á útvöldum genum í frumu. Samkvæmt David M. Mutch, við Université de Lausanne í Sviss, virkja fjölómettaðar fitusýrur m.a. aflestur gena, sem skipta máli fyrir efnaskipti frumunnar og þar með brennslugetu. Því er ástæða til að ætla að ásælni inúíta í hráan fisk skipti megin máli fyrir forskot þeirra hvað efnaskipti varðar. Þessi kenning hefur ennfremur verið studd með dýratilraunum sem sýna að mýs eða rottur halda betur í varma sinn með því að borða fæði sem er ríkt af fjölómettuðum fitusýrum.

Fiskiolía vinnur gegn áþján myrkurs

Fiskiolía örvar ekki einungis efnaskipti heldur einnig geðið. Á hinum myrku heimskautavetrum upplifa margir sálræn vandamál, eins og t.d. minnis- eða einbeitingarskort ásamt almennri deyfð, en það eru einkenni á svonefndu skammdegisþunglyndi sem að líkindum stafar af truflunum í líkamsklukkunni. Ójafnvægi í hormónaflæði heilans leiðir til þreytu og geðdeyfðar. Þessir dimmu heimskautavetur hafa þó aldrei náð að hafa áhrif á innfædda inúíta. Og þar gegna fjölómettaðar fitusýrur mögulega mikilvægu hlutverki.

50 – 60% af fullvöxnum heila samanstanda af fitu. Og um 35% af þessari fitu er í formi fjölómettaðra fitusýra. Einnig í heilafrumunum styrkja fitusýrurnar eiginleika frumuhimnunnar. Dr. Ravi Shrivastava, við Naturveda – Vitrobio Research Institute í Frakklandi, hefur ásamt félögum sínum m.a. sýnt fram á að viðbót fjölómettaðra fitusýra í frumuræktun getur orðið til að taugungar heilans vaxa sem er mikilvægur eiginleiki í mörgum taugaferlum. Jafnframt hefur fjöldi tilrauna á músum er gerðar voru við Beth Israel Deaconess Medical Center í Boston, BNA, afhjúpað að fjölómettaðar fitusýrur geta einnig styrkt snertifleti milli taugafrumna. Það verður til að rafboð eiga greiðari leið milli taugafrumna.

Fitusýrurnar styrkja þannig taugaferli sem grundvallar daglega virkni heilans. Klínískar rannsóknir hafa einnig sýnt að lítil viðbót af fjölómettuðu fitusýrunni EPA í þunglyndislyfjum getur verulega dregið úr einkennum sjúklingsins.

Fitusýrurnar má því með réttu kalla undrameðal inúíta. Besta ráð til þeirra sem búa á norðlægum slóðum er því: Hrátt er gott.

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Vinsælast

1

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

4

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

5

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

6

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

3

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

4

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

5

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

6

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Tækni

Framtíðin séð í baksýnisspegli 

Menning og saga

Ólíkar þjóðir í Evrópu á ísöld

Náttúran

Hunangsfluguna skortir flugtækni

Tækni

Græna afleysingin fyrir Concorde 2025

Humar var hundafæða

Áður en humar fór að sjást á matseðlum fínna veitingahúsa flokkaðist hann undir lélegan dósamat og var jafnframt notaður sem áburður á akrana. Að því kom að skelfiskur þessi varð sjaldséður vegna ofveiða og þá ávann hann sér nýtt orðspor sem hnossgæti.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is