Alheimurinn

Ís finnst á hæsta tindi Ólympusfjalls á Mars: ,,Töldum það ómögulegt“

Stjörnufræðingar hafa nú uppgötvað talsvert magn af ís á efsta tindi eldfjallsins Ólympusfjalls sem þó er staðsett á tiltölulega hlýju svæði á Mars.

BIRT: 14/01/2025

Ólympusfjall á Mars teygir sig 26 km upp í loftið og er því ekki aðeins hæsta fjalla á Mars, heldur í öllu sólkerfinu.

 

Á grundvelli fjölda loftsteinagíga í hraunum frá eldfjallinu er áætlað að það hafi síðast gosið fyrir um 25 milljónum ára.

 

Sjálfur toppurinn hefur reyndar fallið niður í kvikuhólf þannig að efst er nú djúpur gígur.

 

En þarna uppi hafa stjörnufræðingar nú greint meira en 150 milljón lítra af ís gegnum myndavél um borð í evrópska geimfarinu ExoMars Trace Gas Orbiter.

 

Ís hefur áður greinst við pólana og neðanjarðar á Mars en hingað til hafa menn ekki vitað til að vatn gæti verið í svo mikilli hæð á Mars. Olympusfjall er nefnilega á svonefndu Tharsissvæði nálægt miðbaug og þar er loftslagið tiltölulega milt.

 

60 sundlaugar af ís

Stjörnufræðingar uppgötvuðu ísinn við greiningar á meira en 30.000 myndum af þessu 3,5 milljarða ára gamla eldfjalli.

 

Í niðurstöðum sínum, sem birtar voru í Nature, segja vísindamennirnir að ísinn gufi upp um tveimur tímum eftir að sólin kemur upp. Íslagið er líka ótrúlega þunnt, sennilega ekki öllu þykkara en mannshár.

 

Engu að síður er þetta töluvert magn af vatni.

Ólympusfjall er 26 km á hæð og þar með 2,5 sinnum hærra en Everestfjall. Við tind fjallsins eru sex gígar sem sumir eru allt að 3 km á dýpt.

Vísindamennirnir áætla að þarna séu um 150 milljón lítrar eða ámóta mikið og þarf til að fylla 60 sundlaugar á Ólympíuleikum.

 

„Við álitum ómögulegt að nokkurt vatn gæti verið að finna við miðbaug á Mars þar eð sólskin og þunnt gufuhvolf hjálpast að við að halda hitastiginu tiltölulega háu bæði á fjallinu og landinu í kring – öfugt við það sem gerist á jörðinni, þar sem jöklar myndast í mikilli hæð,“ segir Adomas Valantinas, einn stjörnufræðinganna í fréttatilkynningu.

 

Ísinn myndast einkum niðri í gígnum og samkvæmt niðurstöðu stjörnufræðinganna er það loftstreymi við tindinn sem veldur því að ís getur myndast einmitt þarna uppi. Vindur blæs upp hlíðarnar og flytur með sér þann litla raka sem er að finna í loftinu. Þarna uppi þéttist rakinn og myndar ís.

 

Samkvæmt rannsókninni getur ísinn verið leifar af fornri loftslagshringrás á Mars, þegar mögulega snjóaði í fjöll.

 

Þetta opnar vísindamönnum alveg nýja sýn. Flestar gervihnattamyndir af Mars eru teknar síðdegis þegar birtan er mest. Á þeim tíma er þess ekki að vænta að hægt sé að greina ísingu á fjöllum rauðu plánetunnar.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© ESA/DLR/FU Berlin,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Plástur notaður til að lækna hjarta 46 ára konu

Heilsa

Eiturkönguló getur linað skaða eftir blóðtappa

Alheimurinn

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Maðurinn

Húðliturinn ræðst af D-vítamíni

Maðurinn

Sex mýtur um hjartað

Maðurinn

Þannig má forðast gular tennur

Heilsa

Dánardagur þinn er skrifaður í blóð þitt 

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is