Menning og saga

Ítali fann upp dulmálshjól

BIRT: 04/11/2014

Ítalinn Leon Battista Alberti var einn af þúsundþjalasmiðum endurreisnartímans.

 

Hann var rithöfundur, listamaður, arkitekt og áhugamaður um dulmál. Árið 1467 lýsti hann kóðahjóli sem samsett var úr tveimur málmskífum.

 

Sú ytri var föst en þeirri innri mátti snúa. Á ytri skífunni voru bókstafirnir í stafrófsröð en mynstrið á innri skífunni var annað.

 

Með hjálp kóðahjólsins var hægt að senda skilaboð sem ekki var unnt að lesa nema viðtakandinn hefði sams konar kóðahjól og vissi hvernig ætti að stilla það.

 

Fram til þessa tíma höfðu menn getað leyst flestar gerðir dulmáls með tíðnigreiningu, sem sé bera saman hve oft tiltekið tákn kemur fyrir í textanum með samanburði við tíðni bókstafsins í tungumálinu.

 

Það var ekki fyrr en á 19. öld sem mönnum tókst að finna leiðir til að afkóða texta sem skrifaðir voru með hjálp kóðahjólsins og það er því ekki að ástæðulausu sem Leon Battista Alberti er enn í dag talinn faðir dulmálsins.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.