Slímálar eru meðal þeirra dýra sem dýrafræðingar hafa talið einna frumstæðust allra seildýra. En að því er varðar varnir gegn óvinum reynast þessir álar mun þróaðri.
Slímálar gefa frá sér slímkennt efni sem kemur stórum ránfiskum til að grípa andann á lofti ef svo mætti segja. Slímið lokar tálknum ránfisksins á augabragði og hann nær ekki að vinna súrefni úr vatninu.
Þegar soltinn háfur grípur skoltunum um slímál, er hann fljótur að sleppa takinu aftur og állinn sleppur óskaddaður.
Líffræðingar frá þremur bandarískum háskólum hafa rannsakað þetta atferli á fjölmörgum myndbandsupptökum. Eftir þá skoðun tóku þeir að athuga roð slímálsins til að öðlast skilning á því hvernig álarnir sleppa svona auðveldlega.
Í ljós kom að roðið er þykkt og ránfiskum því ekki auðvelt að bíta í gegnum það.
Brotstyrkur roðsins var rannsakaður og borinn saman við roð af 21 tegund annarra fiska. Roðið reyndist þó ekki sterkara en hjá öðrum tegundum.
Engin étur slímál
Ástæða þess að állinn sleppur svo auðveldleg er fremur sú að roðið situr mjög laust.
Það eru ekki aðeins upptökur vísindamannanna, heldur líka aðrar athuganir, sem sýna hversu áhrifaríkar varnir slímálsins eru.
Þegar líffræðingar skoða magainnihald stórra ránfiska er mjög sjaldgæft að finna þar leifar af slímál.