Lifandi Saga

Kanínur stökktu Napóleon á flótta

Löngu áður en Napóleón Bónaparte laut í lægra haldi við Waterloo árið 1815, hafði hann í raun beðið enn smánarlegri ósigur. Óvinaherinn samanstóð í það skiptið af 3.000 krúttlegum kanínum.

BIRT: 09/01/2024

Napóleon hafði svo sannarlega ástæðu til að fagna sumarið 1807. Þessi keisari Frakklands og mesti herforingi allra tíma hafði þá nýverið borið sigur úr býtum gagnvart bæði Rússlandi og Prússlandi og í júlí þvingað bæði löndin til að undirrita niðurlægjandi friðarsáttmála sem gekk undir heitinu „Friðurinn í Tilsit“.

 

Napóleon fyrirskipaði þess vegna yfirmanni herráðsins að skipuleggja meiriháttar kanínuveiðar í suðurhluta Litháens fyrir sjálfan sig og æðstu hershöfðingja sína. Í stað þess að eyða óheyrilegum tíma í að setja upp gildrur til að veiða villtar kanínur bað Berthier menn sína um að kaupa tamdar kanínur hjá baltneskum bændum.

 

Ef marka má heimildir þess tíma tókst yfirmanni herráðsins að útvega hvorki meira né minna en 3.000 kanínur með þessu móti. Einn góðan veðurdag í júlí árið 1807 söfnuðust keisarinn og liðsforingjar hans saman á akri einum þar sem ætlunin var að skjóta dýrin.

 

Berthier fyrirskipaði mönnum sínum að opna búrin sem hýstu kanínurnar og vonaðist auðvitað til að þær hlypu í skelfingu í allar áttir til þess að keisarinn gæti skotið á þær.

Til eru heimildir sem herma að hundruð kanína hafi ráðist á Napóleon. Aðrir staðhæfa að þær hafi verið mörg þúsund talsins.

Kanínurnar með öllu óttalausar

Kanínurnar í búrunum voru vanar mönnum og tengdu þá við fæðu, svo í stað þess að stökkva á brott, hlupu þær rakleitt í átt að veiðimönnunum. Kanínurnar skiptu sér í tvær fylkingar, líkt og þær lytu stjórn smávaxinna hershöfðingja og hlupu til hliðanna, þannig að segja má að ráðist hafi verið á Napóleon og liðsforingja hans úr öllum áttum.

 

Frakkarnir fóru fyrst í stað að hlæja en þegar urmull af kanínum stökk í átt að keisaranum, líkt og feldi klædd flóðbylgja og byrjuðu að klifra upp eftir honum til að sníkja fæðu, hætti mönnunum að lítast á blikuna.

 

Napóleon sló til þeirra með písk sínum á meðan þeir sem fengnir höfðu verið til að flæma dýrin reyndu að gera gagnárás með prikum sínum. Allt kom fyrir ekki. Þessi valdamesti maður Evrópu stökk upp í hestakerru með kanínurnar á hælunum og það var ekki fyrr en hestarnir hlupu af stað sem Napóleon tókst að flýja af vígvellinum. Kanínunum tókst það sem bæði konungum og keisurum hafði mistekist til þessa.

Gæti dregið úr mesta sársauka legslímuflakks

Sjúkdómurinn hrjáir um 10% allra kvenna á barneignaraldri. Í mörg ár hafa milljónir kallað eftir árangursríkri meðferð.

 

Lestu einnig:

HÖFUNDUR: SØREN FLOTT

© Jacques-Louis David/Wikimedia Commons/Shutterstock. © John Frederick Lewis/Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.