Kapteinn gengur á vatninu

New Orleans, 1907: Það er ekki lengur ómögulegt að ganga á vatni. Charles W. Oldrieve hefur nú gengið heila 2.600 kílómetra á vatnaskóm.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Charles W. Oldrieve getur gengið á vatni. Það sannaði hann í gær þegar hann kom á land við endann á Canal Street í New Orleans í 130 sm löngum og 13 sm breiðum kanólaga vatnaskóm eftir að hafa gengið alls 2.600 km á vatni.

Þar með hefur hann líka unnið veðmál sitt við auðmanninn Edward Williams í Boston. Til að sigra þurfti Oldrieve að ganga á vatnaskónum sínum eftir fljótaleiðinni frá Cincinnati til New Orleans á 40 dögum. Það hafðist, en mátti ekki tæpara standa.

Oldrieve hóf fljótagöngu sína á nýársdag og fékk einn aukadag vegna óviðráðanlegra tafa. Rétt áður en hann komst í mark missti hann jafnvægið og datt á hausinn í vatnið. Til allrar lukku var kona hans rétt hjá á árabát og hún náði að rétta hann við. Hann komst í mark aðeins 40 mínútum fyrir tilsettan tíma. Áður hefur Oldrieve m.a. gengið þvert yfir höfnina í New York á vatnaskóm sínum.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.