Í Shandong-háskóla í Kína hafa vísindamennirnir nú svipt dúfur sjálfstæðum vilja. Eftir að hafa komið fáeinum aðskotahlutum fyrir í heilanum geta vísindamennirnir nú með hjálp tölvu haft fullkomna stjórn á flugi fuglsins. Með því að örva ákveðnar heilastöðvar er hægt að láta dúfuna fljúga upp eða niður á við og og sveigja til hægri eða vinstri eftir atvikum. Þessa fjarstýrðu fugla má nota í hernaðarnjósnum og t.d. mætti láta þá fylgja óvinaskipum án þess að stofna mannslífum í hættu.