Lifandi Saga

Kínverskur embættismaður vildi hernema mánann í eldflaugastól 

Þegar Neil Armstrong var fyrstur manna til að stíga fæti niður á tunglið var æfagamall draumur í raun að rætast. 

BIRT: 01/01/2025

Á Ming-tímaskeiðinu á 16. öld í Kína lét embættismaðurinn Wan Hu sér leiðast. Hann elskaði ævintýri og óskaði þess að hann gæti uppgötvað eitthvað alveg nýtt og orðið víðfrægur í þessu volduga ríki. 

 

Félagar hans álitu hann hins vegar vera einfeldning. Á þessum tíma vissu jú allir að búið væri að kanna allar lendur þannig að það þótti fánýtt að halda út í heim með það markmið að finna ný lönd og nýjar siðmenningar. 

 

Kvöld eitt sat Wan Hu og horfði upp í næturhimininn og þá fékk hann snjalla hugmynd. Ef það er ekkert meir sem er hægt að kanna hér á jörðu þá þyrfti hann að ferðast út til stjarnanna og plánetanna. 

 

Hann valdi tunglið sem áfangastað, enda hafði enginn kóngur eða keisari gert tilkall til þess og hófst þegar handa við að finna aðferð til að ná þessu markmiði sínu. 

 

Ming-keisaradæmið var á þessum tíma leiðandi í heiminum hvað varðaði framleiðslu púðurs þannig að Wan Hu ákvað að útbúa 47 rakettur sem hann lét koma fyrir undir veglegum stóli þar sem könnunarleiðangur hans skyldi hefjast. 

 

Í sumum útgáfum sögunnar hugðist Wan Hu finna lífselexír sem gæti veitt keisaranum eilíft líf því kínverski keisarinn var heltekinn af hugmyndinni að ríkja að eilífu. 

Á síðustu öld hafa Rússland og Kína átt í stormasömu sambandi með fullt af hatri og ást. En frá því að Sovétríkin féllu árið 1991 hafa löndin tvö byggt upp mikla vináttu.

Hvað sem öðru líður tókst þetta verkefni eðlilega ekki. Þegar dagurinn mikli rann upp kveikti her af þjónustumönnum í eldflaugunum og flýtti sér í skjól en síðar varð ægileg sprenging. Þegar þeir stigu fram sáu þeir einungis stóran gíg. Wan Hu hafði horfið og sást aldrei aftur. 

Þrátt fyrir að draumur Wan Hu hafi ekki ræst á 16. öld í Kína reyndist hugmyndin um að ná til tunglsins með eldflaugaafli ansi góð. 

Það var fyrst fimm öldum síðar eða árið 2003 sem fyrsti kínverski geimfarinn var sendur út í geim. 

 

Annars má nefna að sjónvarpsþátturinn Mythbusters reyndi að leika þessa kúnst Wan Hu eftir, þó með gínu í staðinn fyrir manneskju í eldflaugastólnum. Það tókst ekki sérlega vel. Hitinn varð til þess að allar 47 eldflaugarnar sprungu í einu án þess að ná að lyfta stólnum að nokkru ráði. 

HÖFUNDUR: Søren Flott

© Illustration courtesy of United States Civil Air Patrol/NASA/Wikimedia Commons/ vovan/Shutterstock. © Illustration courtesy of United States Civil Air Patrol/NASA/Wikimedia Commons.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Óhollur lífsstíll ungs fólks styttir ævina

Maðurinn

Er betra að vera í skónum innanhúss?

Jól

Jólin í ljósi sögunnar: 22 staðreyndir um jólin

Náttúran

Hve margar dýrategundir eru til?

Heilsa

Keisaraskurður hefur greinileg önnur áhrif á börn en við höfum haldið

Lifandi Saga

Listamaðurinn sem lifði af Treblinkabúðirnar

Maðurinn

Félagsvélmenni vekja sterkar tilfinningar

Lifandi Saga

Rannsóknarréttur og galdrabrennur: Töframenn í andstöðu við guð

Maðurinn

Þrír genagallar ollu stækkun heilans

Lifandi Saga

Fyrir hvað var Járnkrossinn veittur?

Náttúran

Vetrarsólstöður 2024: Stysti dagur ársins

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.