Á Ming-tímaskeiðinu á 16. öld í Kína lét embættismaðurinn Wan Hu sér leiðast. Hann elskaði ævintýri og óskaði þess að hann gæti uppgötvað eitthvað alveg nýtt og orðið víðfrægur í þessu volduga ríki.
Félagar hans álitu hann hins vegar vera einfeldning. Á þessum tíma vissu jú allir að búið væri að kanna allar lendur þannig að það þótti fánýtt að halda út í heim með það markmið að finna ný lönd og nýjar siðmenningar.
Kvöld eitt sat Wan Hu og horfði upp í næturhimininn og þá fékk hann snjalla hugmynd. Ef það er ekkert meir sem er hægt að kanna hér á jörðu þá þyrfti hann að ferðast út til stjarnanna og plánetanna.
Hann valdi tunglið sem áfangastað, enda hafði enginn kóngur eða keisari gert tilkall til þess og hófst þegar handa við að finna aðferð til að ná þessu markmiði sínu.
Ming-keisaradæmið var á þessum tíma leiðandi í heiminum hvað varðaði framleiðslu púðurs þannig að Wan Hu ákvað að útbúa 47 rakettur sem hann lét koma fyrir undir veglegum stóli þar sem könnunarleiðangur hans skyldi hefjast.
Í sumum útgáfum sögunnar hugðist Wan Hu finna lífselexír sem gæti veitt keisaranum eilíft líf því kínverski keisarinn var heltekinn af hugmyndinni að ríkja að eilífu.
Á síðustu öld hafa Rússland og Kína átt í stormasömu sambandi með fullt af hatri og ást. En frá því að Sovétríkin féllu árið 1991 hafa löndin tvö byggt upp mikla vináttu.
Hvað sem öðru líður tókst þetta verkefni eðlilega ekki. Þegar dagurinn mikli rann upp kveikti her af þjónustumönnum í eldflaugunum og flýtti sér í skjól en síðar varð ægileg sprenging. Þegar þeir stigu fram sáu þeir einungis stóran gíg. Wan Hu hafði horfið og sást aldrei aftur.
Þrátt fyrir að draumur Wan Hu hafi ekki ræst á 16. öld í Kína reyndist hugmyndin um að ná til tunglsins með eldflaugaafli ansi góð.
Það var fyrst fimm öldum síðar eða árið 2003 sem fyrsti kínverski geimfarinn var sendur út í geim.
Annars má nefna að sjónvarpsþátturinn Mythbusters reyndi að leika þessa kúnst Wan Hu eftir, þó með gínu í staðinn fyrir manneskju í eldflaugastólnum. Það tókst ekki sérlega vel. Hitinn varð til þess að allar 47 eldflaugarnar sprungu í einu án þess að ná að lyfta stólnum að nokkru ráði.