Líffræði
Vísindamennirnir sem rannsökuðu bakteríuna þurftu að beita afli sem svarar til um 800 kg á fersentimetra til að rífa hana lausa og þar með er þetta lím hið sterkasta sem til er í náttúrunni.
Nú hyggjast menn reyna að líkja eftir þessu lími, sem virkar jafnt á vott sem þurrt yfirborð. Gerviefnisútgáfa límsins gæti t.d. komið að góðum notum á sviði verkfræði og læknisfræði.