Jörðin gefur frá sér gríðarmikið af hita á hverju ári, en hnötturinn kólnar reyndar ekki af þeim sökum. Undir jarðskorpunni eru nefnilega í gangi tvenns konar ferli sem framleiða hita.
Möttullinn er um 3.000 km lag þar sem er að finna vægt geislavirk ísótóp. M.a. má hér nefna efnin kalíum, thoríum og úran. Í hvert sinn sem frumeind sundrast, losnar orka sem verður að hita. Hin hitauppsprettan er kristallamyndun í kjarna jarðar.
Kjarninn er gerður úr málmum. Í innri kjarnanum sem eru um 1.200 km í þvermál hafa málmarnir kristallast og eru þar með í föstu formi. Þar fyrir utan er svo 2.300 km lag úr bráðnum málmum.
Kjarni jarðar er nokkur þúsund stiga heitur og þar eð hitinn færist út að yfirborðinu ætti hitastigið í kjarnanum eiginlega að lækka. En viðbrögðin við þessari orkulosun eru þau að fasti kjarninn stækkar á kostnað ytri – og fljótandi – kjarnans.
Þessi kristöllun losar einmitt sama magn af orku og kjarninn tapar.
Innan í jörðinni ríkir sem sagt hárfínt jafnvægi milli þess hita sem myndast og þess hita sem tapast.