Ísraelskir líffræðingar hafa fundið áður óþekkta könguló sem fengið hefur nafnið Cerbalus aravensis. Fæturnir ná yfir 14 sm þvermál og því skyldi maður ætla að köngulóin væri auðséð. En hún hefst við í holum í eyðimerkusandinum og dulbýr opið með heimatilbúinni loku úr samanlímdum sandkornum.