Alheimurinn

Konur þola geimferðir betur

Aðeins 11% geimfara eru konur. En nú bendir rannsókn til að geimferðir hafi minni neikvæð áhrif á þær.

BIRT: 14/01/2025

Geimferðir eru líkamanum erfiðar og bitna m.a. harkalega á vöðvum, hjarta og ónæmiskerfi.

 

En nú telja vísindamenn hjá bandarísku stofnuninni Weill Cornell Medicine að kvenlíkaminn standist álagið talsvert betur en líkami karlmanns. Þetta er niðurstaða lítillar rannsóknar á geimförum af báðum kynjum.

 

Þessir geimfarar voru á braut um jörðu í þrjá daga í Inspiration4-verkefni SpaceX árið 2021.

 

Endurheimt fljótari

Vísindamennirnir rannsökuðu blóð-, munnvatns- og húðsýni úr geimförunum allt niður á sameindastig. Sýnin voru tekin fyrir geimferð, úti í geimnum og eftir heimkomu.

 

Vísindamennirnir báru niðurstöðurnar saman við svipuð gögn frá alls 64 öðrum geimförum, jafnmörgum körlum og konum.

 

Tilgangurinn var að athuga hvort líkamar karla og kvenna brygðust misjafnlega við langvarandi þyngdarleysi og geimgeislun – og þá á hvern hátt.

 

Niðurstöðurnar sýndu verulegar breytingar á frumum og ónæmiskerfi allra geimfaranna en það reynist alveg skýr munur á konum og körlum.

 

„Í öllum mælingum virtust geimferðir hafa meiri áhrif á karla en konur og varðandi allar frumugerðir,“ útskýrir Christopher Mason prófessor og stjórnandi rannsóknarinnar í fréttatilkynningu.

Sköddun vegna þyngdarleysis

1. Ónæmiskerfið veiklast

Langdvalir í geimnum brjóta niður ónæmiskerfið og skaðlausar bakteríur geta skyndilega orðið geimförunum skaðlegar.

 

2. Beinin rýrna

Án mótvægisaðgerða dregur þyngdarleysi úr fyllingu beina um 1-2% á mánuði og það eykur hættuna á beinbrotum.

 

3. Blóðþrýstingur lækkar

Blóðþrýstingur geimfara lækkar á langri vist í geimnum og þeir fara líka að þjást af blóðskorti sem veldur svima.

 

4. Vöðvarnir rýrna

Í geimferðum geta vöðvarnir rýrnað um allt að 40%. Einkum bitnar þetta á fótavöðvum. Komnir til jarðar geta geimfarar átt erfitt með að standa og ganga.

 

5. Samhæfingin brestur

Geimfarar finna fyrir því að samhæfing sjónar og hreyfinga minnkar.

 

6. Hjartað slær ójafnt

Taktur hjartans raskast og dæligeta þess minnkar.

Á sameindasviðinu virtist kvenlíkaminn verða fyrir minni truflunum og það tók konurnar líka styttri tíma að ná sér að fullu eftir þessa þriggja daga geimferð.

 

Það ber þó að undirstrika að þessi rannsókn náði aðeins til fárra einstaklinga og þess vegna þarf fleiri greiningar á heilbrigði bæði karlkyns og kvenkyns geimfara áður en unnt verður að slá nokkru föstu.

 

Meðganga ástæðan?

Það er óljóst hvers vegna konur ættu að hafa meira mótstöðuafl varðandi geimferðir en karlar.

 

Vísindamönnunum kemur þó til hugar að skýringa kynni að mega leita í þeim kröfum sem meðganga gerir til kvenlíkamans sem þess vegna gæti staðist álagið betur.

Sköddun vegna geimgeislunar

1. Geislun veldur ógleði

Verði geimfarið fyrir mikilli geislun frá sólgosi geta þeir fengið alvarlega geislaveiki sem veldur ógleði og svima.

 

2. Sáðgæði minnka

Músatilraunir hafa sýnt að fjöldi sáðfruma minnkaði um 90% eftir 91 dag í geimnum.

 

3. Krabbahætta eykst

Ferð til Mars og heim aftur er talin munu auka hættu á krabbameini um 3%.

 

„Ástæðan kynni að vera sú að kvenlíkaminn er gerður til að bera og fæða börn og líkami konu þess vegna þolnari gagnvart álagi,“ segir Mason.

 

Enn hafa einungis innan við 700 manns farið út í geiminn og því ógerlegt að fá stórt úrtak til rannsókna á heilbrigði geimfara.

 

En standist þessar niðurstöður tímans tönn kynnu þær að reynast mikilvægar við val á áhöfnum fyrir geimferðir framtíðarinnar, segja bandarísku vísindamennirnir.

HÖFUNDUR: Af Simon Clemmensen

© MAKY OREL/Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is