Hversu miklu meiri svefn þurfa konur?
Það er mjög mismunandi og einstaklingsbundið hversu mikinn svefn við þurfum og svefnþörfin breytist á lífsleiðinni.
Hins vegar sýna rannsóknir að konur þurfa almennt meiri svefn en karlar og það kemur sér verr fyrir þær ef þær ná ekki þeim svefni sem þarf.
Í rauninni þarf hver meðalkona um 20 mínútna meiri gæðasvefn á sólahring en meðalmaðurinn.
Prófessor Jim Horne, yfirmaður svefnrannsóknarmiðstöðvar við Loughborough háskóla, útskýrir þetta fyrir Daily Mail.
Af hverju ættu konur að sofa meira?
Viðbótar svefnþörf kvenna má einkum rekja til tvenns: líkamshita og hormóna.
Hormónajafnvægi kvenna breytist á tíðahringnum og hækkað prógesterónmagn eykur líkamshitann. Því verða konur oft viðkvæmari fyrir kulda.
Þetta næmi dregur úr seytingu miðlæga svefnhormónsins, melatóníns, sem skerðir bæði gæði og magn nætursvefns.
Auk þess er ýmislegt sem bendir til þess að konur séu næmari fyrir streitu.
Þegar við erum stressuð seytist meira hlutfall af hormóninu kortisóli sem kemur í veg fyrir að við sofum vel á nóttunni.
Konur nota heilann meira
Annar þáttur sem getur skipt máli er að konur eru almennt með meira í gangi yfir daginn en karlmenn og nota því stærri hluta heilans.
Heili kvenna þarf því meiri endurheimt sem næst með djúpum svefni.
Rannsóknir sýna að konur sofa ekki eins fast og karlar, vakna oftar á nóttunni og eiga erfiðara með að sofna aftur.
Heimildir: National Sleep Foundation og Daily Mail