Fornleifafræði
Skammt frá altari dómkirkjunnar, þar sem Kóperníkus starfaði árum saman sem kirkjulegur ráðgjafi og læknir, grófu fornleifafræðingarnir upp höfuðkúpu og bein sem samkvæmt niðurstöðum réttarlækna eru af karlmanni um sjötugt, en þegar Kóperníkus lést árið 1543 var hann einmitt 70 ára.
Árum saman hafa menn leitað beina Kóperníkusar í kirkjunni án þess að hafa heppnina með sér. Í 500 ára gömlum skjölum er staðsetningu grafarinnar lýst nokkurn veginn, en byggingin varð fyrir miklum skemmdum í 30 ára stríðinu á 17. öld og af þeim sökum óttuðust menn að ógerlegt yrði að finna beinagrindina. En nú virðist heppnin loksins hafa verið með þeim. Greiningar sem gerðar voru í Varsjá sýna að þetta eru að öllum líkindum bein Kóperníkusar og tölvugerð andlitsmynd eftir höfuðkúpunni er ótrúlega lík gamalli sjálfsmynd af stjörnufræðingnum.
Kóperníkus telst faðir nútíma stjörnufræði. Hann færði fyrstur manna rök að því að sólin væri miðpunktur alheimsins og reikistjörnurnar gengju í kringum hana.