Hitanæm kaffikrús getur komið sér vel fyrir þá sem bregður illa við þegar síðasti kaffisopinn er orðinn kaldur. Í könnunni er rafhlaða sem breytir um lit þegar drykkurinn sem hellt er í ílátið er meira en 36 stiga heitur. Krúsin gefur þó enga aðvörun ef kaffið er of heitt, þannig að enn er hægt að brenna sig.