Fyrir skemmstu fundu jarðfræðingar áður óþekkt steinefni í serbneskri námu. Það var sent til Náttúrusögusafnsins í London þar sem efnasamsetningin var greind og í ljós kom að efnið var gert úr natríum, litíum, bóri, sílíkati og hýdroxíði. Þetta er einmitt nákvæmlega formúlan fyrir hinu merkilega efni, kryptoníti, sem unnið gat bug á teiknimyndahetjunni Súpermann. Í raunveruleikanum fékk efnið heitið jardrít og er fullkomlega óskaðlegt.