Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Á síðustu klukkustundum fyrir hjartastopp getur líkaminn sent frá sér lítils háttar aðvörunarboð en þau virðast mismunandi milli kynja.

BIRT: 30/03/2024

Á hverri einustu mínútu dælir hjartað fimm lítrum af súrefnismettuðu blóði út í alla afkima líkamans.

 

En jafnvel hjá ungu og að því er virðist fullfrísku fólki getur hjartað tekið upp á því að stöðvast skyndilega.

 

Á heimsvísu verða þetta árlega örlög milljóna og í 90% tilvika deyr fólkið.

 

Skyndilegt hjartastopp er þess vegna eitt þeirra heilbrigðisvandamála sem læknavísindin glíma við að skilja og koma í veg fyrir.

 

Nú hafa vísindamenn hjá Schmidt Heart-stofnuninni í Bandaríkjunum birt rannsóknaniðurstöður sem sýna að líkaminn sýnir oft fremur smávægileg einkenni á síðustu 24 tímunum fyrir hjartastopp og þessi einkenni virðast mjög ólík eftir kynjum.

 

Eitt einkenni sérlega algengt

Vísindamennirnir notuðu gögn úr tveimur mismunandi rannsóknum á hjartastoppi.

 

Þetta kemur fram í vísindatímaritinu Lancet Digital Health. Önnur var gerð í fjölkynþáttasamfélagi í Venturasýslu í Kaliforníu en hin í Portland í Oregon.

 

Þessar rannsóknir beindust að fólki á aldrinum 18-85 ára sem orðið höfðu fyrir skyndilegu hjartastoppi að einhverjum ásjáandi, í sumum tilvikum sjúkraflutningamönnum.

 

Í gögnunum greindu vísindamennirnir mismunandi einkenni fram að því augnabliki þegar hjartað stoppaði. Þetta voru bæði stök einkenni og tilvik þar sem fleiri einkenna hafði orðið vart.

 

Einkennin voru svo borin saman við einkenni hjá fólki sem hafði fundið svipuð eða sambærileg einkenni en náð að kalla til bráðahjálp og því komist hjá hjartastoppi.

 

Greiningarnar leiddu í ljós að 50% þeirra 823 einstaklinga sem fengu hjartastopp höfðu orðið vör við a.m.k. eitt einkenni allt að 24 tímum áður en hjartað hætti að slá.

 

Algengust var andnauð sem 41% hafði fundið fyrir síðasta sólarhringinn fyrir hjartastoppið.

 

33% fengu brjóstverk, 12% fengu svitaköst og 11% upplifðu það sem vísindamennirnir kalla áfallslíka virkni.

 

Áhugaverðast var þó að einkennin virtust talsvert mismunandi milli karla og kvenna.

 

Karlmennirnir höfðu orðið fyrir andnauð, brjóstverkjum og auknum svita en það gilti ekki um konur.

Hjörtu okkar slá 100.000 sinnum á sólarhring. Vísindamenn hafa nú komist að raun um að hver einasti sláttur hefur áhrif á heilann þannig að skynfærin slævast, sársaukaþröskuldurinn hækkar og tilfinningarnar verða næmari.

Hjá þeim virtist einungis andnauð hafa bent til yfirvofandi hjartastopps.

 

Vísindamennirnir gera sér nú vonir um að þessar upplýsingar geti auðveldað okkur að þekkja einkennin og koma í veg fyrir þennan skyndilega og banvæna atburð.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is