Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Um 100 skurðlæknar græddu hluta andlits og heilt auga í mann eftir alvarlegan rafbruna.

BIRT: 07/07/2024

Kvöld eitt í júlí 2021, þegar Aaron James tæknimaður í háspennuvirki var við vinnu sína, straukst auga hans eitt andartak í háspennuleiðslu.

 

Þetta óhappatilvik varð þess valdandi að þessi 46 ára Bandaríkjamaður fékk 7.200 volta straum beint í andlitið. Það mátti kalla kraftaverk að hann skyldi lifa af en hann missti hluta andlitsins, vinstra augað og vinstri handlegg.

 

Nú hafa skurðlæknar hjá Langdon Health-háskólasjúkrahúsinu í New York framkvæmt fyrstu vel heppnuðu augnaígræðsluna á þessum fjölskylduföður.

 

Augað nýtist honum reyndar ekki enn til að sjá en blóðflæði til ígrædda augans er eðlilegt, þrýstingur réttur og svo virðist sem taugaboð berist eðlilega. Í sömu aðgerð var hluti andlits græddur á Aaron James.

 

Skurðaðgerðin tók 21 klukkustund og að henni komu fleiri en 140 skurðlæknar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk.

 

Gjafaandlit og auga komu frá sama gjafanum og augað var alltaf áfast þeim hluta andlitsins sem notaður var. Nánasta umhverfi augans þurfti því ekki að hagga.

 

Æðar sem liggja að auganu eru afar fíngerðar og þess vegna er mikið vandaverk að tryggja nægjanlegt blóðstreymi.

Aaron James sést hér fyrir slysið, eftir slysið og eftir 21 tíma aðgerð hans.

Tenging við sjóntaugina er líka mikil áskorun. Læknarnir sprautuðu því nokkuð þroskuðum stofnfrumum í sjóntaugina til að mynda nýjar og heilbrigðar frumur.

 

Þessi tækni hefur aldrei áður verið reynd á mönnum en hún gæti mögulega veitt James einhverja eða jafnvel fulla sjón á ígrædda auganu þegar stundir líða fram.

 

„Þótt augað skili ekki sjón ennþá, hefur okkur tekist að brjóta okkur í gegnum hindrun sem margir töldu alveg ófæra,“ segir Eduardo Rodriguez sem stýrir ígræðsluteymi spítalans og stjórnaði aðgerðinni.

Þú getur þakkað tveimur háþróuðum líffærum það að geta lesið þetta. Komdu með í ferðalag djúpt inn í augu þín, þar sem þú getur fræðst um hvernig augasteinar, stafir, keilur og taugabúnt umbreyta ljósi í hárfínar myndir.

Og þessi aðgerð er sögð marka tímamót vegna þess hve flókin hún var.

 

„Aðgerðin ryður brautina fyrir næstu sjúklinga og markar stórt skref í þá átt að endurnýja sjóntaugina, leiða taugaþræði í henni á rétta staði og sjá jafnframt til þess að taugafrumur hornhimnunnar varðveitist,“ segir Rodriguez.

 

Andlitságræðslur eru enn afar sjaldgæfar. Innan við 50 slíkar hafa bæst við síðan sú fyrsta var framkvæmd árið 2005.

HÖFUNDUR: SIMON CLEMMENSEN

© NYU Langone Health

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is