Maðurinn

Læknir uppgötvar lyf við skyrbjúg

London, 1753: Skoskum lækni tekst að bæta verulega líðan sjómanna með því einu að gefa þeim sítrusávexti.

BIRT: 04/11/2014

Skoska lækninum dr. James Lind hefur tekist að finna lækningu á sjúkdómnum skyrbjúgi, sem talinn hefur verið ólæknandi og leggst á sjómenn í langsiglingum.

 

Enn þekkir enginn orsakir þessa sjúkdóms sem einkennist af bólgum í tannholdi, tannlosi og blæðingum í húð, ásamt því að sár gróa ekki.

 

Dr. Lind hefur lengi velt því fyrir sér að fæðan um borð skipti hér öllu máli og árið 1747 gerir hann tilraun til að rökstyðja þessa hugmynd. Hann var á þessum tíma læknir um borð í HMS Salisbury og þegar 12 áhafnarmeðlimir fengu skyrbjúg ákvað hann að gefa þeim mismunandi fæði.

 

Hann skipti sjúklingunum í sex hópa (2 í hverjum hópi) og hver hópur fékk mismunandi viðbót við venjulegan mat. Einum hópnum gaf hann eplasafa, öðrum hvítlauk og þeim þriðja sinnep. Hinir þrír hóparnir fengu piparrót, edik, appelsínur og sítrónur.

 

Sítrusávextirnir reyndust best. Þeir tveir menn sem fengu þessa ávexti náðu sér undraskjótt. Annar varð m.a.s. fær um að annast félaga sína.

 

Síðan hefur dr. Lind unnið að ritsmíð sinni, „A Treaty on the Scuvry“, sem nú er komin út. Hér kafar hann dýpra og útskýrir niðurstöður tilraunar sinnar:

 

„Hraðasti og sýnilegasti batinn varð af appelsínum og sítrónum, en annar sjúklingurinn var orðinn vinnufær eftir 6 daga. Ummerki hurfu þó ekki af líkamanum á þessum tíma og gómarnir voru ekki orðnir fullkomlega eðlilegir, en án nokkurrar lyfjagjafar var hann orðinn því nær heill heilsu áður en við komum til Plymouth,“ skrifar hann m.a.

 

Þótt yfirmenn sjóhersins viðurkenni strax niðurstöður læknisins, spá sérfræðingar því að enn muni líða allmörg ár áður en flotinn hafi ráð á því að veita öllum sjómönnum sínum fastan skammt sítrusávaxta.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.