Breska forsætisráðherranum, Boris Johnson, tókst að koma landi sínu út úr ESB – ekki síst til að stöðva straum innflytjenda.
Það má kalla kaldhæðni örlaganna að hann sjálfur skuli vera barnabarnabarn fátæks, tyrknesks innflytjanda sem 1903 varð ástfanginn af stúlku sem þá var nemandi í húsmæðraskóla.
Hjónin Ali Kemal og Winifred Brun eignuðust þrjú börn en fyrirvinnan, Ali, átti erfitt með að fá vinnu í Englandi og þegar Winifred dó urðu aðstæður hans alveg skelfilegar.
Skildi börnin eftir í Englandi
Ekkillinn fól tengdamóður sinni umsjá barnanna og ákvað að freista gæfunnar í Tyrklandi.
Ali sneri aldrei aftur en börnum hans vegnaði vel í Englandi.
Sonurinn, Osman Ali, tók sér nafnið Wilfred Johnson og varð orrustuflugmaður í seinni heimsstyrjöld.
Sonur hans, Stanley, varð rithöfundur og stjórnmálamaður – og árið 1964 faðir hins ljóshærða Borisar Johnson.