Alheimurinn

Leifar af stóru stöðuvatni á Mars

Perseverance-jeppi NASA hefur með radarmælingum fundið skýr merki um að vatn hafi eitt sinn verið í Jezero-gígnum á Mars.

BIRT: 22/10/2024

Í febrúar 2021 rúllaði Marsjeppi NASA, Perseverance fyrstu metrana áleiðis niður í 45 km breiðan Jezero-gíginn á Mars.

 

Starfið gat hafist: Jeppanum var ætlað að leita að ummerkjum lífs á Mars.

 

Þetta sex hjóla farartæki er enn á ferð og segja má að eins konar vinningur hafi komið í hús fyrir skömmu.

 

Djúpt undir rauðleitu yfirborðinu fundust skýr merki þess að vatn hafi eitt sinn verið í Jezero-gígnum sem nú er alveg skraufa þurr.

 

Afhjúpar leifar af stöðuvatni

Radarinn RIMFAX gerir kleift að lýsa niður á 10 metra dýpi undir yfirborðinu. Tækið sendir röntgengeisla niður á mismunandi dýpi með 10 cm millibili og greinir endurvarpið.

 

Úr því les radarinn samsetningu jarðlaga. Í Jezero-gígnum fundust greinileg setlög.

 

Setlög eru samsett úr margvíslegum steinefnum, leifum lífrænna efna og fleiri efnum sem setjast í lög. Úr þeim má svo löngu síðar greina t.d. loftslag á tilteknu tímabili.

 

Fylgstu með Perseverance í ökuferð um Jezero-gíginn

Setlögin í Jezero-gígnum segja vísindamennirnir stafa af því að gígurinn hafi eitt sinn verið fullur af vatni og líklegast myndað stórt stöðuvatn.

 

Þeir álíta að stöðuvatnið hafi minnkað á löngum tíma og jarðvegsrof orðið ofan lækkandi vatnsborðs og þessi veðrun hafi skapað núverandi yfirborð á gígbotninum.

Hin blauta pláneta frostþurrkuð

Þótt vatn hafi nokkrum sinnum komist aftur upp á yfirborð Mars varð rauða plánetan að lokum ísköld eyðimörk. Plánetan gat ekki viðhaldið hlýju andrúmslofti, sem er forsenda fljótandi vatns.

1. Eldgos gerðu vatnið fljótandi

Í frumbernsku plánetunnar fylltu eldgos lofthjúpinn af CO2, sem hélt inni sólarhitanum og þar með vatninu. Stórir hlutar yfirborðsins voru huldir af ám, vötnum og sjó.

2. Árekstrar smástirna þynntu út lofthjúpinn

Fyrir 3,9 milljörðum ára varð Mars fyrir sprengjuregni smástirna sem feykti CO2 út í geim. Sólvindurinn blés einnig CO2 af plánetunni.

3. Fljótandi vatn breyttist í gufu

Þynning lofthjúpsins leiddi til þess að plánetan varð smám saman frostþurrkuð. Mest af vatninu gufaði að lokum út í geiminn.

4. Vatnsbirgðir hafa varðveist undir ísnum

Í dag eru báðir pólar Mars þaktir íshellum. Talið er að ísinn á Mars hafi myndast vegna ferla í andrúmsloftinu. Á reikistjörnunni eru hitabreytingar og þegar kaldara er getur vatnsgufa í andrúmsloftinu frosið á yfirborðinu.

Þetta þykir sérstæð uppgötvun sem sannar endanlega að vatn hafi vissulega verið á Mars og þá m.a. einmitt í þessum gíg.

 

„Radarmyndirnar sýna að setlögin eru reglubundin og lárétt, rétt eins og setlög hér á jörð,“ segir David Paige prófessor í geimvísindum og plánetujarðfræði við Kaliforníuháskóla og aðalhöfundur skýrslu um mælingarnar í fréttatilkynningu.

 

Niðurstöðurnar styðja þannig þá kenningu sem NASA-vísindamenn hafa aðhyllst lengi – að þessi þurra eyðimerkurpláneta hafi eitt sinn verið hlý og votlend og mögulega lífvænleg.

 

Perseverance safnar nú sýnum úr Jezero-gígnum eins hratt og tæknin leyfir.

 

Síðar meir á að senda þessi sýni til jarðar þar sem vísindamennirnir gera sér vonir um að finna ummerki um líf í jarðvegs- og bergsýnum úr gígnum.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© Science Photo Library/Alamy Stock Photo,© Shutterstock,© ESA/DLR/FU Berlin (G. Neukum),© ESA/DLR/FU Berlin

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.