Hjá Panasonic hafa menn prófað nýjar rafhlöður með því að láta fjarstýrðan leikfangabíl, sem kallast „Mr. Evolta“ aka um hina frægu Le Mans-braut. Þetta tryggði Guinnes-heimsmet fyrir lengstu för rafhlöðudrifins og fjarstýrðs leikfangabíls. Mr. Evolta fór 5,6 hringi á brautinni, eða um 24 km, á aðeins 2 AA-rafhlöðum. Hraðinn var aftur á móti ekki nema rétt undir 1 km/klst.