Þessi segllaga kló er af minnstu ráneðlu sem leifar hafa fundist af í Norður-Ameríku. Steingervingurinn fannst í Kanada. Forneðlan hefur fengið heitið Hesperonychus elizabethae og hún þykir líkjast mjög smærri útgáfu af ráneðlunni Velocipractor. Steingervingurinn er um 75 milljóna ára og vísindamennirnir telja sig geta ályktað að skepnan hafi gengið á tveimur fótum, vegið um 1,9 kg og verið um 50 sm á hæð.