Náttúran

Litskrúðugar fjaðrir löðuðu að maka

Hún drapst fyrir meira en 160 milljón árum, en nú hefur rannsóknarteymi tekist að endurskapa liti á þessa fjaðurskreyttu eðlu. Og eins telja þeir sig vita hvers vegna eðlan var svo litrík.

BIRT: 01/12/2023

Nýjar rannsóknir á forneðlufjöðrum hafa varpað óvæntu ljósi á fjaðurhami þessara útdauðu skepna.

 

Kínverskur bóndi fann steingervinginn og kom honum í hendur vísindamanna við steingervingasafnið í Lianoning árið 2014. Steingervingurinn er talinn 161 milljónar ára gamall.

 

Örsmá korn sýna lit

Svo vel varðveittur er þessi steingervingur að vísindamennirnir hafa nú endurgert litina í fjaðurhamnum. Þeir notuðu rafeindasmásjá til að greina örsmá litakorn.

 

Þótt litirnir sjálfir séu löngu horfnir stöðvaði það ekki vísindamennina.

 

Lögun kornanna ræður því hvernig ljósið endurkastast og þar með hvernig fjaðrirnar hafa verið á litinn. Í sumum fjöðrum fundust pönnukökulaga korn, sem nú má finna í kólibrífuglum. Með því að skoða nákvæmlega lögun allra litakornanna tókst að endurskapa litina í fjaðurham eðlunnar.

Hin vel varðveitti steingervingur veitti tækifæri til að enduskapa litina í fjaðurham eðlunnar.

Löðuðu að maka

Niðurstaðan sýnir mikla litadýrð á höfði, hálsi og hluta vængjanna og það átti sinn hlut í nafngiftinni, Caihong juji, sem á mandarínkínversku merkir regnboga með stóran kamb.

 

Kamburinn vísar í fjaðurskúf á höfði eðlunnar. Caihong juji var á stærð við önd en gat ekki flogið.

 

Fjaðurhamurinn hefur líkast til haldið hita á dýrinu og litadýrðin hefur laðað að eðlur af hinu kyninu. Litskrúðugar fjarðrir hafa annars ekki fundist á eðlum sem uppi voru fyrr en 40 milljón árum síðar.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Zhao Chuang & Hu et al.,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.