Nýjar rannsóknir á forneðlufjöðrum hafa varpað óvæntu ljósi á fjaðurhami þessara útdauðu skepna.
Kínverskur bóndi fann steingervinginn og kom honum í hendur vísindamanna við steingervingasafnið í Lianoning árið 2014. Steingervingurinn er talinn 161 milljónar ára gamall.
Örsmá korn sýna lit
Svo vel varðveittur er þessi steingervingur að vísindamennirnir hafa nú endurgert litina í fjaðurhamnum. Þeir notuðu rafeindasmásjá til að greina örsmá litakorn.
Þótt litirnir sjálfir séu löngu horfnir stöðvaði það ekki vísindamennina.
Lögun kornanna ræður því hvernig ljósið endurkastast og þar með hvernig fjaðrirnar hafa verið á litinn. Í sumum fjöðrum fundust pönnukökulaga korn, sem nú má finna í kólibrífuglum. Með því að skoða nákvæmlega lögun allra litakornanna tókst að endurskapa litina í fjaðurham eðlunnar.

Hin vel varðveitti steingervingur veitti tækifæri til að enduskapa litina í fjaðurham eðlunnar.
Löðuðu að maka
Niðurstaðan sýnir mikla litadýrð á höfði, hálsi og hluta vængjanna og það átti sinn hlut í nafngiftinni, Caihong juji, sem á mandarínkínversku merkir regnboga með stóran kamb.
Kamburinn vísar í fjaðurskúf á höfði eðlunnar. Caihong juji var á stærð við önd en gat ekki flogið.
Fjaðurhamurinn hefur líkast til haldið hita á dýrinu og litadýrðin hefur laðað að eðlur af hinu kyninu. Litskrúðugar fjarðrir hafa annars ekki fundist á eðlum sem uppi voru fyrr en 40 milljón árum síðar.