Meðal þekktustu orða sögunnar eru þau sem blaðamaðurinn Henry Stanley sagði þegar hann fann hinn týnda kristniboða David Livingstone í núverandi Tanzaníu árið 1871: „Dr. Livingstone, I presume?“ Veikburða og sjúkdómshrjáður svaraði Livingstone játandi og lyfti slitinni, blárri húfunni. Hvort orðin eru nákvæmlega rétt eftir höfð er reyndar ekki vitað, en húfan hefur varðveist hjá Konunglega breska landfræðfélaginu.