Líffræði
Lélegur brandari, gæti maður haldið, en nýjar rannsóknir sýna reyndar að háralitur hunds hefur afgerandi þýðingu varðanda árásargirnina.
Spænskir vísindamenn hafa gert persónuleikapróf á 51 hundi – öllum enskum – af völdum kynstofnum og í mismunandi litum, allt frá ljósum og flekkóttum til alsvartra hunda.
Allir hundarnir voru greindir á hvolpsaldri. Þannig var gengið úr skugga um að eðli hundsins réði úrslitum en ekki uppeldi. Rannsóknin leiddi í ljós að árásargjarnastir voru hundar með ljósan eða rauðan feld, því næst komu svartir hundar en minnsta árásargirndi sýndu brúnir hundar.