Alheimurinn

Lostinn eldingu

BIRT: 04/11/2014

Nístandi nóvemberúrhellið dynur á Apollo 12 geimfarinu og sendir bylgjur af vatni yfir stjórnfarið Yankee Clipper á toppi hinnar

voldugu Satúrnus 5 eldflaugar. Geimfararnir þrír reyna að láta sér þetta í léttu rúmi liggja – allt frá því um morguninn hefur frestunin hangið eins þungt yfir

þeim og skýin yfir Kennedy Space Center.

Í átta mánuði hafa Pete Conrad, Dick Gordon og Alan Bean þjálfað sig fyrir þennan leiðangur, aðra mönnuðu tungllendingu sögunnar eftir Apollo 11 og

enginn þeirra getur þolað tilhugsunina um að fresta förinni. Með þvingaðri bjartsýni rýna þeir vongóðir upp til þungbúins himinsins meðan þeir bíða niðurstöðu

frá stjórnstöð. Sólin gægist endrum og sinnum fram en augnabliki síðar dragast ský aftur fyrir og eldingar bjarma við sjóndeildarhringinn.

Um klukkan 11 taka áhafnarmeðlimir loks við þeim boðum sem þeir höfðu vonast eftir: Veðrið er nógu gott fyrir geimskot, engri eldingu hefur lostið

niður innan 30 km, leiðangurinn fer fram eftir áætlun. Klukkan 11.22 nötrar Apollo 12 í ógnarlegum drunum og eldi áleiðis frá jörðu. “Þetta er prýðilegt

geimskot,” tilkynnir Conrad í fjarskiptatækjum. “Það er að birta til,” bætir Gordon við, en hann hefur varla náð að ljúka setningunni áður en elding tætir í sundur

loftið fyrir utan og í kjölfarið fylgir ærandi þruma, sem verður til að geimfarið skelfur.

“Hvað í fjáranum var þetta?” spyr Gordon, en fær ekkert svar. Nú sjá geimfararnir að nánast allir lampar á stjórnborðinu lýsa aðvarandi. Aldrei áður hefur

hinn reyndi Conrad séð kveikt á jafn mörgum viðvörunarljósum á sama tíma og hann er ekki í vafa um að eitthvað hafi farið úrskeiðis. “Ókei, við erum búnir að

missa stýringuna, félagar. Ég hef ekki hugmynd um hvað hefur gerst, allt datt út,” upplýsir hann.

Conrad tekur að ryðja upp úr sér endalausum runum af villuboðum í von um að stjórnstöðvarmenn í Houston geti unnið bug á vandanum. Brátt verður

ljóst að tveimur eldingum hefur lostið niður í farartækið, 36, og 52 sekúndum eftir geimskot og að útleiðsla eldingarinnar hefur slegið rafbúnaðinn út og

truflað gagnastrauminn. “Appollo 12, reynið að endurræsa brunasellurnar núna,” hljómar skipunin frá Houston á meðan geimfarið þýtur af stað með 10

þúsund km hraða á klst.

Skömmu eftir að fyrsta eldflaugaþrepið er losað af í tæplega 70 km hæð tekst Bean að endurræsa kerfið og koma gagnastraumi á – viðvörunarljósin slökkna

og allt virðist ganga að óskum. Af einskærum létti tekur Conrad að flissa upphátt og kátínan smitar bæði Gordon og Bean sem brosa alla leið á braut um

jörðu. “Nú hafa þeir eitthvað að skrifa um í kvöld,” segir Conrad, með hugann við blaðamennina.

Þrátt fyrir létta stemningu í stjórnklefanum eru geimfararnir uggandi um að Houston muni hætta við leiðangurinn. Áhöfnin hefur enga hugmynd um hvort

tunglferjan Intrepid hefur skaðast, en tveimur tímum og 48 mínútum eftir geimskotið tilkynnir stjórnstöð að geimfarið geti haldið áfram til

tunglsins. Menn hafa vissulega grunsemdir um að búnaðurinn, sem er ætlað að losa fallhlífar Yankee Clippers fyrir lendingu

í hafinu, hafi eyðilagst af eldingunum. En Houston kýs að láta þær upplýsingar kyrrar liggja og leiðangurinn halda áfram – ef fallhlífarnar breiðast ekki út

við lendinguna, munu geimfararnir hvort sem er deyja og hví ekki að leyfa þeim þá að framkvæma starf sitt og lifa þá tíu daga sem leiðangurinn tekur?

Jarðfræðingar hafa valið StormahafiðTæpum fjórum mánuðum áður, í júlí 1969, hafði Apollo 11 lent á tunglinu, en um 6,5 km frá fyrirhuguðum lendingarstað. Fyrir NASA skiptir sköpum að

komandi Apolloleiðangrar geti lent með nákvæmni. Þar sem Apollo 11 hefur sýnt fram á að BNA hefur tæknilega burði til að lenda mönnum á tunglinu og

flytja þá til baka heila á húfi, er nú horft til jarðfræðinganna. Hið metnaðarfulla markmið þeirra er að finna svar við einni helstu spurningu manna um

þennan nágranna jarðarinnar: Hvernig varð tunglið til? Hvaðan er það komið? Með því að leysa þessar ráðgátur vonast þeir til að geta einnig skýrt hvernig

sjálf jörðin varð til.

Hópur jarðfræðinga hefur starfað í ómældan tíma við að velja vænlegan lendingarstað Apollo 12 – verkefni sem hefur fyrir löngu fengið gælunafnið

“Pete’s Parking Lot”. Svæðið er að finna í Stormahafinu, mikilli hraunbreiðu þar sem Surveyor 3 kanninn lenti 31 mánuðum áður eða í apríl 1969. Með því að

rannsaka fyrirbæri sem hefur verið á tunglinu í þekktan tíma geta sérfræðingar öðlast mikilvægar upplýsingar um aðstæður þar. Auk þess hefur staðurinn

þann kost að klappirnar í Stormahafinu eru að líkindum yngri en steinarnir í Hafi kyrrðarinnar og með aðra efnasamsetningu.

Ekki aðeins árangur Apollo 12, heldur einnig komandi rannsóknir á tunglinu standa og falla með nákvæmri lendingu og einkum Pete Conrad er

uggandi um hvort það takist. Sem flugstjóri er það hans starf að lenda tunglferjunni Intrepid og hann er sér vel meðvitaður um það álag sem á honum

hvílir. Í þjálfuninni hefur hann lent á Stormahafinu svo oft, að hann þekkir svæðið eins og lófann á sér. Hann hefur gert sér í hugarlund að

Surveyor 3 standi á gígbarmi og staðurinn líkist fljótskissaðum snjókarli.

“Ég vona bara að við finnum gamla snjókarlinn og góðan lendingarstað. Og svo vonast ég til að geta lent almennilega,” segir Conrad milli munnbita

af kanadísku svínafleski, sem hann og félagarnir nærast á á fjórða degi ferðarinnar, daginn fyrir daginn mikla.

Conrad vinnur 500 dali á tunglinuMeðan Gordon hringar tunglið í Yankee Clipper, nálgast Conrad og Bean tæpum hálfum degi síðar yfirborðið um borð í Intrepid. Þegar farartækið er aðeins

2,5 km frá tunglinu þykist Conrad geta grillt í snjókarlinn, en er þó ekki viss. Í tveggja km hæð kemur hann auga á draugalega sléttu alsetta gígum.

Í stutta stund fyllist hann kvíða; skyndilega þekkir hann ekki neitt frá ljósmyndum. En líkt og í opinberun birtist síðan snjókarlinn í firrðinni, næstum týndur

í gullinni veröld.

“Hey, þarna er hann! Þarna er hann! Son of a gun,” fagnar Conrad. Örskjótt þeytist tunglferjan niður og aðeins 300 metrum frá tunglinu eru geimfararnir

komnir á braut með stefnuna á Surveyorgíginn. “Þetta lítur vel út, babe, þetta lítur vel út,” segir Bean uppörvandi og horfir einbeittur á mælaborðið.

En Conrad er ósammála – að hans mati líkist bílastæði Pete’s fremur ógestrisinni grjóteyðimörk.

Í 120 m hæð yfirtekur Conrad stjórnina á tölvunni og hægir á ferðinni. Hann þarf tíma til að horfa í kringum sig og kippist til þegar hann uppgötvar Surveyorgíginn

líða framhjá fyrir neðan. “Gosh, ég flaug framhjá honum,” hrópar hann. Jörðin er ójafnari en vænst hafði verið, en við norðvesturkant gígsins

uppgötvar hann heppilegan lendingarstað með sléttu yfirborði. Hann sveigir Intrepid skarpt til vinstri meðan Bean les af hæðarmæli. “60 metrar. Við verðum

að fara niður núna,” aðvarar hann.

“OK,” svarar Conrad og hefst handa við lendinguna. Skömmu síðar hverfur yfirborðið í rykskýi. Conrad hefur enga hugmynd um hvort hann muni

lenda í gígnum eða á klettum, útsýnið er ekkert vegna ryksins sem þyrlast upp, en skyndilega lýsir snertiljósið á mælaborðinu og síðan stendur Intrepid kyrr.

“Frábær lending, Pete. Framúrskarandi!” hrósar Bean honum meðan hann klappar Conrad vinalega á bakið. “Góða skemmtun,” segir Dick Gordon sem á

braut sinni hefur fylgst með lendingunni með öndina í hálsinum. Einnig í stjórnstöðinni á jörðinni er mönnum létt: “Honum tókst það!,” hrópar einn

þeirra uppnuminn. Og Conrad tókst ætlunarverkið: Intrepid hefur lent aðeins 318 metrum frá Surveyorkannanum og því staðist allar væntingar manna um

nákvæma lendingu. Frá þessum degi geta geimfarar farið á þá staði sem þeir óska sér.

Þegar Conrad er reiðubúinn að stíga á tunglið tæpum fimm tímum eftir lendingu hefur hann fyrir löngu ákveðið hvað hann hyggst segja. Á liðnu

sumri fékk hann hina þekktu ítölsku blaðakonu og rithöfund Oriana Falaci í heimsókn, en hún er sannfærð um að NASA hafi lagt Neil Armstrong í munn

spakmælin, þegar hann komst á tunglið í júlí og mælti: “Lítið skref fyrir manninn…” Conrad hefur reynt að sannfæra hana um að Armstrong hafi sjálfur

valið ummælin en án árangurs og nú er hann með 500 dala veðmál við Falaci um að hve miklu marki hann geti vísað í smæð sína þegar hann stígur á

tunglið. “Jibbí! Þetta var kannski lítið skref fyrir Neil, en það var nógu langt fyrir mig,” segir Conrad nú 500 dölum ríkari.

Playboy-stúlkur reyndust fylgdarmeyjarHálftíma síðar fylgir Alan Bean í fótsporin og báðir geimfarar eru búnir þéttrituðum gátlista yfir öll þau verkefni sem þeir þurfa að framkvæma í samtals ríflega

7 stunda langri dvöl utan Intrepid. Nánast hver einasta mínúta er skipulögð og fyrsta verk þeirra er að koma upp sjónvarpsmyndavél sem getur sent litmyndir

til jarðar. Fyrir mistök beinir Bean vélinni mót sólu og þrátt fyrir að það gerist í fáeinar sekúndur, nægir það til að linsan eyðileggst af sterku sólarljósinu.

Í staðinn fyrir sjónvarpsmyndir verður annarri tungllendingu sögunnar því eingöngu útvarpað.

Kannski er það bara gott fyrir NASA að engar eru myndirnar. Allavega þegar Conrad fer skyndilega að brosa. Þegar hann blaðar í gátlista sínum uppgötvar

hann að varaáhafnarmeðlimirnir heima hafa límt agnarsmáar myndir af nöktum playboy stúlkum inn á jaðra blaðsíðna gátlistans.

Í fyrri af tveimur fyrirhuguðum tunglgöngum stilla geimfararnir upp nokkrum mælingartækjum – m.a. ALSEP, fyrstu fullbúnu vísindastöðinni á

öðrum heimi – og safna sýnishornum af tunglinu. Eftir góðan nætursvefn í Intrepid eru þeir aftur komnir á stjá – í þetta sinn til Surveyor kannans, en

af honum fjarlægja geimfararnir nokkra hluti sem verða greindir síðar.

Eftir fjögurra tíma göngu snúa ævintýramennirnir tveir örþreyttir aftur í geimbúningnum, sem eru grábrúnir af klístruðu tunglryki. Í stjórnklefanum fá

þeir sér morgunmat áður en þeir undirbúa sig fyrir brottför. Bean, sem hefur verið í skínandi góðu skapi alla 31,5 stunda dvölina á tunglinu, er nú undarlega

þögull. “Ertu áhyggjufullur yfir því hvort ræsingin misheppnist?” spyr Conrad. “Já,” svarar Bean lágum rómi. “Engin ástæða til að hafa áhyggjur,

Al. Ef búnaðurinn virkar ekki verðum við helsta varanlega minnismerki geimferðaráætlunarinnar,” hugreystir Conrad sposkur.

Báðum til mikils léttis rís Intrepid án vandkvæða frá tunglinu og 37 tímum eftir aðskilnaðinn sameinast Intrepid og

Yankee Clipper á braut um tunglið. Gordon er himinlifandi yfir að fá félaga sína aftur, en þegar hann beinir sjónum

sínum niður göngin að tunglferjunni, er það eina sem hann getur séð, tvær drulluskítugar verur sem svífa um í rykskýi. “Þið skuluð ekki fara að svína út

þetta hreina geimfar mitt,”segir hann glaðhlakkalega og skipar Conrad og Bean að afklæðast. Fáum mínútum seinna svífa geimfararnir naktir í gegnum

lúguna í stjórnfarið.

11 hringflugum síðar ræsir Yankee Clipper mótora sína og hefur þriggja daga langa ferð heim til jarðar. Þegar farartækið þeysist móti Kyrrahafi

snemma morguns þann 24. nóvember 1969, eftir viðburðalausa heimferð, eru starfsmenn í stjórnstöð NASA á nálum yfir því hvort lendingarfallhlífarnar

muni breiða úr sér. En sem betur fer fer allt eftir áætlun og geimfararnir í Apollo 12 komast heilir og höldnu í hafið.

Lendingin verður þó með slíkum krafti að myndavél losnar og skellur á enni Alan Beans. 2,5 sm skurður verður endanlegur minjagripur hans frá ferðinni,

sem varðar nýtt tímaskeið fyrir Apolloverkefnið: Tunglið er nú aðgengilegt geimförum, en auk þess geta þeir nú valið lendingarstaðina.

Mitt í hrifningunni yfir árangursríkri ferð getur enginn ímyndað sér að tæpu hálfu ári síðar má telja þvílíkt dramb falli næst . Með orðunum

“Houston, we have a problem” hefst óhugnanleg framvinda í apríl 1970, þar sem þrír geimfarar í Apollo 13 lenda í miklum lífsháska.

 

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

5

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

6

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

6

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Í spænsku borgarastyrjöldinni lifði hermaður nokkur það af, líkt og fyrir kraftaverk, að fá byssukúlu gegnum heilann. Eftir þetta gat hermaðurinn lesið dagblöðin á hvolfi. Atburðurinn veitti vísindamönnum nýja innsýn í starfsemi heilans.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is