Markmiðið með 2020-áætlun NASA sem vitjeppinn Perseverance er hluti af, er að rannsaka hvort rauða plánetan kunni eitt sinn að hafa verið byggileg lífverum.
Og nú hefur þessi Marsjeppi fundið skýrustu vísbendinguna um það hingað til að þarna hafi eitt sinn þrifist örverur – sem sagt lífverur á þessari nágrannaplánetu.
Í „hlébarðablettóttum“ steini greindu tækin blöndu efna sem hafa ekki áður sést saman á Mars.
Steinninn sjálfur fannst í gíg þar sem eitt sinn hefur verið stöðuvatn og þar af leiðandi líklegt að aðstæður hafi verið lífvænlegar.
Inniheldur kolefni
Þótt uppgötvunin dugi ekki til að sanna tilvist lífvera segja sérfræðingar NASA að frumefni í steininum bendi til að þarna hafi verið lífverur.
Gegnum steininn liggur æð kalsíumsúlfats sem bendir til að þar hafi runnið vatn.
Í hlébarðadeplunum eru járn og fosfat sem gætu verið afrakstur efnaviðbragða sem aftur gætu hafa verið næringaruppspretta örvera.
Í þriðja lagi mældist þarna lífrænt efni – kolefni – sem getur verið til marks um líf.

NASA hefur birt þessa mynd af steininum með hlébarðablettina með leifum af vatni og lífrænum efnum.
Uppgötvun steinsins má þakka myndavélasamstæðunni Pixl sem leitar frumefna og steinefna á yfirborði plánetunnar.
„Þetta er beinlínis ótrúlegt. Við höfum áður fengið athyglisverðar mælingar en aldrei neitt sem er svona nálægt því að mega kallast sönnun þess að líf hafi þrifist á Mars,“ segir David Arge Klevang lektor við DTU Space og átti þátt í að þróa Pixl-búnaðinn á Perseverance.
Borað eftir ummerkjum lífs
Marsjeppinn er búinn jarðbor og leysiljósi til rannsókna á yfirborði Mars. Borinn skilur eftir sýni sem síðar á að sækja og flytja til jarðar.
Borinn setur sýnin í hylki
Yst á vélarmi Perseverance er holur jarðbor. Sandi og steinum er þrýst upp í títanhylki inni í bornum sem nær um 5 cm niður í yfirborðið. Einkum leita menn að steinrunnum örverum – frumusteingervingum.
Leysir greinir borholurnar
Að boruninni lokinni er holan lýst upp með leysibyssu á hlið borsins. Ljósið sem endurkastast er greint í leit að kolefni, köfnunarefni, vetni, súrefni, fosfór og brennisteini – mikilvægustu frumefnum í jarðneskum lífverum.
Nýr leiðangur sækir sýnin
Minni armur flytur sýnahylkin inn í Perseverance. Eftir svo sem áratug áætlar NASA að senda geimfar til að sækja sýnin. Þeim verður komið fyrir í lítilli eldflaug sem flytur þau út á sporbaug og um borð í geimfar sem þar bíður og flytur þau til jarðar.
Borað eftir ummerkjum lífs
Marsjeppinn er búinn jarðbor og leysiljósi til rannsókna á yfirborði Mars. Borinn skilur eftir sýni sem síðar á að sækja og flytja til jarðar.
Borinn setur sýnin í hylki
Yst á vélarmi Perseverance er holur jarðbor. Sandi og steinum er þrýst upp í títanhylki inni í bornum sem nær um 5 cm niður í yfirborðið. Einkum leita menn að steinrunnum örverum – frumusteingervingum.
Leysir greinir borholurnar
Að boruninni lokinni er holan lýst upp með leysibyssu á hlið borsins. Ljósið sem endurkastast er greint í leit að kolefni, köfnunarefni, vetni, súrefni, fosfór og brennisteini – mikilvægustu frumefnum í jarðneskum lífverum.
Nýr leiðangur sækir sýnin
Minni armur flytur sýnahylkin inn í Perseverance. Eftir svo sem áratug áætlar NASA að senda geimfar til að sækja sýnin. Þeim verður komið fyrir í lítilli eldflaug sem flytur þau út á sporbaug og um borð í geimfar sem þar bíður og flytur þau til jarðar.
Nú bíður sú stóra áskorun að flytja sýni úr steininum heim til jarðar.
Náist sýni sem unnt verður að greina nánar á rannsóknastofum á jörðu niðri, þarf að gera viðamiklar prófanir til að slá því föstu hvort lífrænt efni í honum sé í raun og veru tákn um líf.
Það mun þó að líkindum ekki gerast fyrr en upp úr 2030.