Lifandi Saga

Martröð í Mogadishu

Árið 1993 fljúga bandarískar sérsveitir inn í höfuðborg Sómalíu. Í leifturaðgerð eiga þeir að fanga forkólfa stríðsherra staðarins en þegar Black Hawk þyrla er skotin niður, fer allt úrskeiðis.

BIRT: 26/10/2022

Hinn 26 ára gamli Matt Eversmann liðþjálfi situr inni í svartri Black Hawk-þyrlu ásamt 12 bandarískum Army Rangers elítuhermönnum. Allir eru þeir undir hans stjórn.

 

Hermennirnir eru ungir en flestir hafa þjálfað sig um áraraðir fyrir átök sem þessi. Matt Eversmann fer með bæn en orðin drukkna í hávaðanum frá þyrluspaðanum þar sem þeir fljúga yfir höfuðborg Sómalíu, Mogadishu.

 

Alls eru 19 þyrlur á lofti þennan eftirmiðdag þann 3. október 1993, þungvopnaðir og með bestu hermenn sem her BNA getur státað af.

 

Árásarliðið „Task Force Ranger“ samanstendur af 160 elítuhermönnum sem hafa verið í Mogadishu í fimm vikur. Helsta markmið þeirra er að velta ættbálkaleiðtoganum og stríðsherranum Muhammad Aideed sem stelur neyðaraðstoð SÞ í þessu landi þar sem borgarastríð hefur geisað.

 

Klukkan er 15.40 þegar Black Hawk-þyrlan með Matt Eversmann um borð nær áfangastað sínum: Bakaara-markaðurinn er í hjarta Mogadishu – höfuðstöðvar ættbálks Aideeds og hættulegasti staðurinn í allri borginni.

Aðgerðin átti sér stað nærri hinum stóra Bakaara-markaði í miðri Mogadishu. Þangað fóru friðargæsluliðar SÞ aldrei ótilneyddir.

Landslagið samanstendur af hrörlegum húsum, skúrum og brunnum bílhræjum því borgarastríðið hefur lagt borgina í rúst.

 

En á einum stað stendur óskemmt þriggja hæða hús. Þar er að finna hermenn Aideeds ásamt helstu foringjum hans. Bandaríkjamenn vonast til að fanga foringjana til að binda enda á völd Aideeds. Innan fárra mínútna munu hermenn ráðast á bygginguna en það eru elítuhermennirnir í Delta Force.

 

En jafnvel þeir þurfa á liðsstyrk að halda og liðsaukinn er m.a. Matt Eversmann og hermenn hans.

 

Enginn þeirra veit ennþá að þessi þaulskipulagða aðgerð muni innan tíðar enda í verstu niðurlægingu BNA frá því í stríðinu í Víetnam.

Fjölþjóðlegur herafli SÞ undir forystu BNA reyndi árið 1993 að tryggja neyðaraðstoð til almennra borgara í Sómalíu.

Stríðsherrar stálu neyðaraðstoðinni

Þegar friðarlið SÞ kom til Sómalíu árið 1992 og borgarastríð geisaði þar stálu vígamenn þar um 80% af neyðaraðstoð til almennra borgara. BNA sendi því út sérsveitir til að fella voldugasta stríðsherrann.

 

Upp úr 1990 riðaði Sómalía á barmi falls. Þetta austur-afríska ríki hafði um fimm ára skeið verið plagað af hungursneyð og blóðugri borgarastyrjöld.

 

Leiðtogi Sómalíu frá árinu 1969, einræðisherrann Siyaad Barre, hafði með stuðningi Sovétríkjanna reynt að berja niður aðra ættbálka. En Barre flúði árið 1991 þegar að uppreisnarmenn lögðu undir sig höfuðborgina Mogadishu. Síðan börðust ættbálkar um að fylla upp í valdatómarúmið.

 

SÞ sendu neyðaraðstoð en mestum hluta hennar var rænt af vígamönnum og matvælunum skipt fyrir vopn. Til þess að tryggja neyðaraðstoðina sendi SÞ í desember 1992 friðarlið sem taldi 28.000 menn undir forystu BNA. Aðgerðin fékk nafnið „Operation Restore Hope“.

 

Helsta ógnin stafaði af Muhammad Farah Aideed, leiðtoga ættbálksins Habr Gidr sem stýrði Mogadishu. Sumarið 1993 drápu hermenn Aideeds sem mögulega fengu hjálp frá öfgatrúarhópum í Afganistan, fjölmarga SÞ-hermenn. Það varð til að BNA sendi þangað sérsveitir sem var ætlað að stöðva ódæðisverk Aideeds.

„Maður fallinn!“

Klukkan 15.45: Fjórir hópar hermanna slaka sér niður úr þyrlunum. Þeim er ætlað að vakta bygginguna þar sem foringjar Aideeds eru.

 

Rykið þyrlast í augu Matt Eversmanns þegar hann síðastur manna slakar sér niður 21 m úr svífandi þyrlunni í um 100 m fjarlægð frá byggingunni. Hann finnur hvernig núningurinn við nælonreipið brennir lófana í gegnum leðurhanskana.

 

Skyndilega kemur hann auga á líflausan skrokk fyrir neðan sig. Það er yngsti hermaður hópsins, Todd Blackburn.

 

Eversmann stekkur til hans meðan skothríðin frá óvininum þýtur allt í kringum hann.

 

Hann sinnir ekki kúlunum heldur beygir sig yfir lífvana líkamann. Blóð lekur úr eyrum, nefi og munni Blackburns. Hann hefur misst takið á reipinu og fallið heila 21 metra niður.

 

„Maður fallinn! Við verðum að flytja hann burt STRAX!“ öskrar Eversmann í talstöð sína og tekur nú fyrst eftir skothríð óvinanna.

Sérsveitir BNA slökuðu sér niður úr þyrlunni í árásinni. Myndin er frá margverðlaunaðri kvikmynd „Black Hawk Down“.

Hundruðir af vopnuðum vígamönnum hafa fylgt eftir þyrlunum og streyma nú inn á Bakaara-markað. Með hjálp annarra hermanna dregur Eversmann meðvitundarlausan félaga sinn í skjól.

 

Nokkrum götum í burtu er bílalest með nýjum Humvee-farartækjum og þremur vörubílum á leiðinni reiðubúin að flytja fangana og bandarísku hermennina á brott. Eversmann og félagar hans bera Blackburn í áttina að einum Humvee sem er ætlað að keyra hann til höfuðstöðvanna.

 

Á sama tíma flytur Delta Force-sérsveitin fangana úr byggingunni inn í vörubílana. Nú hafa liðið um 30 mínútur og sífellt fjölgar í liði sómölsku vígamannanna. Flokkur Eversmanns ásamt þremur öðrum flokkum elítuhermanna eru umkringdir af vígamönnum – og borgurum.

„Ég held að ég hafi séð eina þyrluna skotna niður“.

Dave Diemer sérsveitarhermaður við liðþjálfa sinn.

Skyndilega rekur hermaðurinn Scott Galentine í flokki Eversmann upp óp. Hann hefur verið skotinn í höndina og þumallinn dinglar hræðilega út til hliðar. Það er einungis húðtægja sem heldur honum föstum. Litlu lengra liggur annar hermaður með skotsár á handlegg.

 

Matt Eversmann skýtur kúlnahrinu úr M-16 vopni sínu í átt að Sómölum og skýlir sér síðan bak við bíl ásamt hermanninum Dave Diener.

 

„Liðþjálfi?“ hrópar Diener örvæntingarfullur:

 

„Ég held að ég hafi séð eina þyrluna skotna niður“.

Þyrlur áttu að tryggja árangur leifturaðgerðar.

Fyrir aðgerðina nýtti BNA 19 þyrlur, sumar þungvopnaðar sem áttu að tryggja skjótan árangur. En Sómalar höfðu mánuði áður skotið þyrlu niður og ráðgerðu nú að valda Bandaríkjamönnum svo miklum skaða að þeir yrðu að draga sig í hlé.

Black Hawk, MH-60L

Sú fjölhæfa


Black Hawk-þyrla BNA var einkum notuð í könnunarflug og liðsflutninga. Hún var auk þess búin tveimur M134-vélbyssum sem geta skotið 5.000 skotum á mínútu. Í mörgum af alls átta þyrlum sem notaðar voru í Mogadishu-aðgerðinni, voru ennfremur afbragðs skyttur.

Little Bird

Banvæna eggið


Þrjár gerðir af léttum Little Bird-þyrlum tóku þátt í Mogadishu-aðgerðinni. MH-6 flutti Delta-hermenn sem sátu á bekkjum utan á þyrlunni, til höfuðstöðva Aideeds. Félaginn AH-6, vopnuð M-134 vélbyssum og eldflaugum, studdi hermennina á jörðu niðri, meðan OH-6 sinnti eftirliti.

Bell OH-58 Kiowa

Alsjáandi auga í loftunum

 

Auk tveggja lítilla Little Bird-þyrla voru þrjár Bell OH-58 einnig notaðar til að fylgjast með framvindu mála. Eftirlitsmenn og þróaðar myndavélar sendu í sífellu mikilvægar upplýsingar um óvinina og nauðstadda bandaríska hermenn í þessum blóðugu bardögum.

Fyrsta þyrlan hrapar

Kl. 16.20: Á bandarísku herstöðinni við flugvöll Mogadishu fylgist undirhershöfðinginn Garrison með aðgerðinni. Eftirlitsþyrlur senda honum lifandi myndir frá aðgerðarsvæðinu.

 

William F. Garrison undirhershöfðingi líkist táknmynd bandarísks liðsforingja. Hann er klæddur búningi í felulitum og tyggur stöðugt á ótendruðum vindli.

 

Sem foringi aðgerðarinnar veit Garrison fullvel um áhættuna sem felst í að ráðast á óvininn í höfuðborginni um hábjartan dag en Washington krefst árangurs.

 

Aðgerðin hefur staðið í þrjá stundarfjórðunga og hefur gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlun. 24 hermenn stríðsherrans Aideeds hafa verið teknir til fanga – þ.á m. helsti ráðgjafi hans Omar Salad ásamt „innanríkisráðherranum“ Abdi Awale.

Stríðsherrann Muhammad Aideed taldi SÞ hjálpa óvinum sínum og lýsti yfir stríði á hendur stofnuninni.

Vörubílalestin er nú reiðubúin að keyra fangana á brott. Fyrir utan nokkra særða hermenn virðist aðgerðin hafa tekist afar vel. Skyndilega heyrist rödd í talstöðinni:

 

„Black Hawk er að hrapa! Ég endurtek, Black Hawk er að hrapa!“

 

Garrison lítur á skjáinn og þar sér hann Black Hawk-þyrluna Super 61 með sex manns um borð snúast stjórnlaust í loftinu.

 

Eldflaug úr sprengjuvörpu (RPG) hefur hitt stél hennar. Garrison horfir magnvana á hvernig þyrlan rekst utan í hús og hrapar síðan niður nokkur hundruð metra frá höfuðstöðvum Aideeds.

 

Undirhershöfðinginn bítur fast á vindilinn og urrar:

 

„Við höfum nú misst frumkvæðið“.

 

Kapphlaup um að ná að þyrluflaki

Kl. 16.26: Hermennirnir við bygginguna óttast að Sómalar muni ráðast á áhöfnina í þyrlunni sem hefur hrapað niður. Því hlaupa þeir að slysstaðnum.


Tom DiTomasso lautinant og hermenn hans hafa barist við sómalska vígamenn við bygginguna í næstum eina klukkustund – í ákaflega furðulegum bardaga.

 

Þar sáu þeir m.a. vígamenn ráðast til atlögu – ríðandi á belju. Hermennirnir skutu á eftir hópnum sem flúði. Skömmu síðar kom heljarinnar skothríð frá Black Hawk og beljan hvarf í skýi af kjöti og blóði.

 

Skömmu síðar sjá hermennirnir Black Hawk þyrluna Super 61 verða fyrir skoti og hrapa niður. DiTomasso og hans menn eru næst slysstaðnum og sjá þeir hópa af Sómölum streyma að honum.

 

„Við verðum að fara. Núna!“ hrópar einn af mönnum DiTomassos, Shawn Nelson og hleypur strax að þyrluflakinu ásamt öðrum mönnum.

 

„Ókei, af stað!“ svarar DiTomasso en skipar helmingnum af sínum mönnum að verja aðalbygginguna.

Leyniskyttur Sómala gerðu bandarískum hermönnum stöðugt lífið leitt í rústum borgarinnar.

Skömmu síðar er hann kominn til Nelsons og sex annarra á meðan sómalskir vígamenn skjóta á þá úr dyrum og gluggum húsanna. Þegar þeir fara fyrir hornið á staðinn þar sem Black Hawk-þyrlan hrapaði verða þeir afar undrandi.

 

Fyrir framan þá stendur Little Bird þyrla með vélina í gangi. Flugmanni hennar tókst á einhvern ótrúlegan máta að lenda þyrlunni milli bygginganna til að bjarga hinum slösuðu.

 

En DiTomasso sér undir eins að báðir flugmennirnir í þyrlunni eru látnir. Þrír menn úr Little Bird-þyrlunni hjálpa nú fjórum öðrum hermönnum út úr flakinu meðan skothríðin dynur á þeim úr öllum áttum.

 

Bandaríkjamönnum tekst þó að hrekja vígamennina á brott. Þeir flytja hina særðu um borð í þyrluna sem tekur strax á loft.

 

Bílalest endar í blóðbaði

Klukkan 16.28: Garrison skipar bílalestinni með föngunum að aka á staðinn, þar sem þyrlan hrapaði.

 

Matt Eversmann liðsforingi starir á staðinn þar sem Black Hawk-þyrlan hrapaði. Liðsmenn hans eru þeir einu sem eru eftir til að verja aðalstöðvar Aideeds. Fyrir utan hann eru einungis fjórir aðrir menn færir um að berjast.

 

Eftir veginum mjakast bílalestin með þremur vörubílum og sex Humvee-farartækjum til þeirra með sómölsku fangana. Fyrir bílalestinni fer McKnight lautinant sem stöðvar farartækin fyrir framan nauðstadda hermennina.

Þrátt fyrir tæknilega yfirburði BNA reyndust sómalskir vígamenn ákaflega þrautseigir.

„Sæll liðþjálfi, hoppaðu um borð“, hrópar McKnight til Eversmanns. Ungi liðþjálfinn varpar öndinni léttar og hraðar mönnum sínum upp í farartækið áður en hann skríður upp á pallinn á aftasta vörubílnum.

 

Lestin heldur nú í átt að slysstaðnum en eftir fáeinar mínútur skellur sprengja á einu farartæki. Sprengingin þeytir þremur hermönnum út á götu. Eitt ökutækjanna sem vegur mörg tonn, keyrir yfir einn hermannanna. Hann deyr samstundis.

„Ég verð örugglega skotinn“.

Matt Eversmann liþjálfi, þegar ráðist er á bílalest hans úr öllum áttum.

Áköf skothríðin heldur áfram meðan McKnight lautinant reynir örvæntingarfullur að stýra farartækjunum í gegnum þetta völundarhús af götum. Víðs vegar er að finna götuvígi og vegartálma meðan ráðist er á þá úr öllum áttum.

 

Eversmann sér skelfingu lostinn að farartækin fyllast af sífellt fleiri dauðum og særðum mönnum.

 

„Ég verð örugglega skotinn“, hugsar hann örvæntingarfullur „og það er ekki neitt sem ég get gert við því“.

 

Enn ein Black Hawk skotin niður

Kl. 16.40: Flugmaðurinn Mike Durant og þrír aðrir eru í Black Hawk-þyrlunni Super 64. Þeir reyna að liðsinna herliðinu á jörðu niðri.

 

Mike Durant flýgur hringi í kringum Bakaara-markaðinn þar sem úir og grúir af vígamönnum. Hann finnur fyrir höggi á 16 tonna þungu Black Hawk-þyrluna. Sprengja hefur lent á stélinu.

 

Durant horfir á mælaborðið. Allt virðist virka sem skyldi. Þessi 32 ára gamli flugmaður hafði flogið Black Hawk í Íraksstríðinu tveimur árum fyrr. Hann veit að vélin getur þolað eitt og annað, enda afar sterkbyggð.

 

Hann fær skipun um að fljúga heim til stöðvarinnar þegar stór hluti af stélinu brotnar af. Þyrlan snýst nú stjórnlaust í hringi.

 

„Við hröpum!“ hrópar Durant í talstöðina.

 

Þetta er það síðasta sem höfuðstöðvar heyra frá honum áður en þyrlan skellur á jörðinni í um 1,5 km fjarlægð suðvestur af aðalstöðvum Aideeds.

Sundurskotin Black Hawk-þyrla í Mogadishu varð sigurtákn stríðsherrans Muhammad Aideed.

Bílalestin verður að gefast upp

Kl. 16.54: Bílalest McKnights lautinants reynir í örvæntingu að ná til slysstaðarins þar sem fyrsta Black Hawk-þyrlan hrapaði niður.

 

Bílalestin mjakast af stað með 20 km/klst. niður eftir Hawlwadig Road – eftir 25 mínútna blóðuga bardaga eru þeir aftur komnir á upphafsstað, aðalstöðvar Aideeds. Matt Eversmann hefur tekið sér sæti fremst í einum Humvee-bílanna sem hefur ekki verið sprengdur í mörgum árásum vígamanna.

 

Liðsforinginn situr með M-16 vopn sitt og beinir því út um gluggann og skýtur á Sómala sem koma sífellt í ljós á húsþökum og götuhornum. Skyndilega heyrir hann alltof kunnuglegt hljóð úr sprengjuvörpu sem hittir eitt farartækjanna framar í röðinni.

 

Ungur hermaður verður fyrir sprengjunni og vinstri handleggur hans rifnar af þegar 98 cm langt flugskeytið borast í gegnum líkama hans.

 

Mannfallið er svo mikið að McKnight verður að lokum að gefast upp á því að ná til slysstaðarins. Þrátt fyrir æðislega skothríð tekst lestinni loksins að komast út á fjögurra akreina þjóðveg og setur stefnuna á höfuðstöðvarnar við flugvöll Mogadishu.

 

Í fyrsta sinn eftir þetta hörmulega upphaf aðgerðarinnar þorir Eversmann að trúa því að hann muni sleppa lifandi úr þessum hildarleik. Ekki eru allir jafn heppnir.

 

Næstum helmingur af þeim 75 hermönnum og föngum um borð í bílalestinni verða fyrir skotum. Átta manns eru dánir.

 

Flugmaður tekinn til fanga

Kl. 17.00: Flugmaðurinn Mike Durant hefur misst meðvitund í stutta stund þegar Black Hawk Super 64 þyrla hans skall á jörðina. Hann og þrír aðrir áhafnarmeðlimir eru aleinir.

 

Þegar Mike Durant rankar úr rotinu situr hann uppréttur og getur horft út um molaðan glugga þyrlunnar. Hægri fótur hans er brotinn og því getur hann ekki skriðið út.

 

Sjáðu  flugmanninn Mike Durant í myndskeiði sem tekið er af sómölskum fangavörðum hans.

Þyrlan liggur á hliðinni, kramin milli tveggja lítilla skúra. Aðstoðarflugmaður Durants og tveir aðrir áhafnarmeðlimir eru lifandi en illa særðir. Mike Durant veit að það er einungis spurning um tíma áður en óvinurinn nær til þeirra.

 

Og einmitt þegar honum finnst sem öll von sé úti sér hann tvo Delta-hermenn, þá Brandon Sugart og Harry Gordon, koma hlaupandi. Þeir hafa slakað sér niður úr Black Hawk Super 62 sem hverfur svo strax frá til að vera ekki skotin niður.

Delta Force hermennirnir Randhall Shughart (t.v.) og Gary Gordon (t.h.) buðu sig fram til að verja fallna þyrluna. Þeir vissu að afar ólíklegt væri að þeir kæmust lífs af.

Elítuhermennirnir grípa undir handleggi Durants og draga hann út úr þyrlunni. Þeir koma honum fyrir undir tré og draga svo hina áhafnarmeðlimina út.

 

Durant heldur að hermennirnir tveir séu hluti af stærra björgunarliði en þegar hann heyrir Sugart biðja um liðsstyrk í talstöðinni rennur það upp fyrir honum að þeir eru einungis tveir.

 

Skarar af Sómölum ráðast nú á þennan litla hóp. Sugart og Gordon halda þeim í skefjum í hálftíma áður en Sugart er drepinn. Gordon hleypur til baka til Durants með byssu sem hann þrýstir í fangið á honum með skipuninni: „Gangi þér vel“.

 

Skömmu síðar er Gordon einnig drepinn. Durant þrýstir stöðugt á gikkinn þegar Sómalir dúkka upp á bak við þyrluna.

 

En magasínið er tómt. Hann grípur um vopnið og býst nú við að deyja. Eitthvað skellur á höfði hans og allt sortnar fyrir augum hans.

Bæði BNA og SÞ gáfust upp á að afvopna vígamenn Sómala eftir hrakfarirnar í Mogadishu.

Al-Qaeda vann stærsta sigurinn

BNA dró herlið sitt úr Sómalíu árið 1994 eftir þessar hrakfarir og ári síðar útnefndi Muhammar Aideed sjálfan sig forseta landsins. En öllu grimmari óvinur beið eftir sínu tækifæri.

 

Eftir misheppnaða tilraun til að fanga stríðsherrann Muhammad Aideed dró BNA og síðar SÞ allt sitt herlið úr landinu. Árið 1995 varð Sómalía að sjá um sig sjálf.

 

Aideed greip tækifærið og útnefndi sjálfan sig sem forseta landsins – nokkuð sem önnur lönd viðurkenndu ekki. Ríkisstjórn hans fékk skjótan endi, þegar Aideed lést úr hjartaáfalli eftir að hafa særst í bardaga.

 

Ýmislegt bendir til að hann hafi notið aðstoðar öfgafullra íslamista sem á sínum tíma – með aðstoð Bandaríkjanna – höfðu barist við sovéska herinn í Afganistan. Eftir dauða Aideeds efldust íslömsku hryðjuverkasamtökin al-Shabab verulega.

 

Samtökin sem tengjast al-Qaeda nánum böndum, eru ennþá að berjast gegn ríkisstjórninni í Mogadishu og bandamönnum hennar.

 

Frá því að borgarastríðið hófst árið 1991 hafa um 2,5 milljónir manna verið drepnar eða soltið í hel í Sómalíu – og ekkert lát virðist vera á þjáningum þjóðarinnar.

Ný björgunarlest berst um nóttina

Kl. 19.00: Um 100 hermenn hafa búið um sig í byggingum nálægt fyrsta þyrluflaki. Á meðan skipuleggur Garrison undirhershöfðingi nýja björgunaráætlun.

 

Á sínum langa starfsferli í hernum hefur William Garrison lifað eftir mottóinu: „Enginn maður skilinn eftir í skítnum“. Og það loforð hyggst hann halda. Alltof margir hermenn hafa þegar verið drepnir.

 

Hann skipuleggur umfangsmikla björgunaraðgerð með nýrri bílalest með 60 farartækjum sem fjórir skriðdrekar og 28 brynvarin farartæki verja. Bílalestin er mönnuð með 341 hermanni frá Tenth Mountain Division BNA sem heldur til nærri höfninni New Port í 2 km fjarlægð sunnan við nauðstöddu hermennina.

 

SÞ friðargæsluliðum frá Malasíu og Pakistan er ætlað að útvega 28 brynvarin farartæki og skriðdreka.

 

Garrison felur foringja Tenth Mountain Division, Bill David lautinant, stjórn bílalestarinnar og á hann að leiða hana út frá hafnarsvæðinu. Það tekur margar klukkustundir að safna saman öllum þessum farartækjum og hermönnum en skömmu eftir miðnætti heldur loksins þessi langa bílalest út úr New Port.

Árið 1994 úthlutaði Bill Clinton forseti heiðursorðum til Shugharts og Gordons fyrir að verja flugmanninn Mike Durant. Ekkjur þeirra tóku við orðunum.

Stöðugt er ráðist á hana sem seinkar aðgerðum. Það er fyrst klukkan 2.30 sem bílalestin nær fram til umkringdra Bandaríkjamannanna. Björgunaraðgerðin heldur áfram mestan hluta nætur undir stöðugri skothríð og árásum vígamanna.

 

Við dagrenningu tekst loksins að flytja elítuhermennina út af svæðinu og klukkan 6.30 heldur bílalestin inn á SÞ-stöð Pakistana í um 2 km fjarlægð norðan við slysstaðinn.

 

15 klukkustunda martröð er nú loks runnin á enda.

 

Bardagarnir í Mogadishu kostuðu 19 bandaríska hermenn lífið og allt að 1.500 Sómala. Mike Durant sem var tekinn til fanga er sleppt lausum eftir 11 daga, þegar BNA hótar að ráðast inn í Sómalíu með heilan her. Durant skrifaði árið 2003 bókina „In the Company of Heroes“ þar sem hann hyllir félaga sína.

Þjóðarmorðið á Tútsum í Rúanda árið 1994 gerði milljónir barna munaðarlaus.

BNA gafst upp á friðargæslu

Niðurlægingin í Sómalíu árið 1993 varð til þess að BNA hætti að sinna friðargæslu. Það var því enga aðstoð að fá þegar versta þjóðarmorð frá tímum helfararinnar átti sér stað í Afríku ári síðar.

 

Fimm dögum eftir þennan misheppnaða leiðangur í Mogadishu sem kostaði 19 bandaríska hermenn lífið, sendi forseti BNA, Bill Clinton, frá sér opinbera yfirlýsingu um málið:

 

„Við fórum til Sómalíu vegna þess að einungis BNA voru fær um að binda endi á einn stærsta mannlega harmleik á okkar tímum. Og nú stöndum við frammi fyrir tveimur valkostum: Eigum við að draga okkur í hlé þegar verkefnið er torsótt eða þegar vel tekst til?“

 

Hálfu ári síðar yfirgáfu síðustu bandarísku hermennirnir austur-afrísku vígstöðvarnar og enginn getur haldið því fram að vel hafi tekist til.

 

Eftir klúðrið í Mogadishu hættu Bandaríkjamenn friðargæslu í útlöndum. Það varð til þess að þeir héldu sig til hlés meðan þjóðarmorðin í Rúanda fóru fram vorið 1994. Á einungis 100 dögum var um ein milljón almennra borgara drepin.

 

Clinton viðurkenndi síðar að hann sæi einna mest eftir því að hafa haldið að sér höndum sem forseti, án þess að aðhafast nokkuð til að stöðva morðæðið í Rúanda.

 

Sannleikurinn var einfaldlega sá að þeir voru afar fáir í BNA sem kærðu sig um að fórna fleiri hermönnum í nafni mannúðar og friðargæslu.

Lestu meira um bardagann í Mogadishu

  • Leigh Neville: Day of the Rangers, Osprey Publishing, 2018

 

  • Mack Bauden: Black Hawk Down, Corgi 2021.

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen, Niels-Peter Granzow Busch

© U.S. National Archives, Getty Images, Imageselect, National Archives, © JO1 Sharie Derrickson/U.S. National Archives, US Army, US National Archives,

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Tækni

100 milljónir hafa kosið: Hér eru hin sjö nýju undur veraldar 

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.